Heilsusálfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sálfræði
Sögubrot
Ártöl í sögu bandarískrar sálfræði
Ártöl í sögu íslenskrar sálfræði
Helstu undirgreinar
Félagssálfræði
Hagnýtt sálfræði
Hugræn sálfræði
Námssálfræði
Tilraunasálfræði
Klínísk sálfræði
Líffræðileg sálfræði
Málsálfræði
Þroskasálfræði
Þróunarsálfræði
Listar
Sálfræðileg rit
Sálfræðileg efni

Heilsusálfræði er nýlegt fag, náskylt klínískri sálfræði, og er runnið undan rifjum hennar. Heilsusálfræði aflar og nýtir sér sálfræðilega þekkingu til að sinna viðfangsefnum sínum, en þau eru helst að stuðla að góðri heilsu og koma í veg fyrir sjúkdóma, jafna stöðu fólks í heilsufarslegu tilliti, finna út hverjir eru í mestri hættu að fá sjúkdóma og af hverju, finna út hvers konar hegðun og reynsla leiðir til góðrar eða slæmrar heilsu, fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk og stuðla þannig að betri heilsu og koma í veg fyrir sjúkdóma, kanna hvernig sjúkdómar hafa áhrif á einstaklinga, og hjálpa veikum og dauðvona að lifa betra lífi.

Rannsóknir í heilsusálfræði eru gerðar með spurningalistum, viðtölum, tilraunum og aðgerðum sem ætlað er að ná fram breytingum (e. action research). Innan heilsusálfræði eru bæði nýttar formlegar og óformlegar leiðir til að ná fram þeim breytingum (á hegðun fólks, kerfum ofl.) sem sóst er eftir hverju sinni.

Heilsusálfræðilegar spurningar eru til dæmis: „Hvernig er hægt að fá þá sem hreyfa sig of lítið til að hreyfa sig meira?“, „Hvernig er hægt að hjálpa sjúklingum með alnæmi að lifa betra lífi?“ og „Hvaða áhrif á geðheilsu og á líf fólks hefur barátta við krabbamein?“.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • „Health psychology á ensku Wikipediu“. Sótt 18. apríl 2006.