Fara í innihald

Heilablað

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skýringarmynd af heilahveli sem sýnir heilablöðin.

Heilablað er aðgreint svæði í heilaberkinum í hvoru heilahveli. Heilahvelin tvö eru nokkurn veginn samhverf og tengjast saman með hvelatengslum. Áður var algengt að skipta hvoru þeirra í fjögur svæði,[1] en í dag er talað um sex heilablöð sem gegna ólíkum hlutverkum í heilanum: ennisblað, hvirfilblað, gagnaugablað, hnakkablað, brúnarblað og eyjarblað. Hvert heilablað hefur marga fellingar með gára og skorir, sem afmarka undirsvæði í heilablöðunum. Heilablöðin eru aðeins svæðin í heilaberkinum, ekki aðgreind svæði í litla heila.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Hvernig starfar mannsheilinn? Hverjar eru helstu heilastöðvarnar?“. Vísindavefurinn.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.