Heiðarhús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heiðarhús eru eyðibýli fyrir miðri Flateyjardalsheiði, þau fóru í eyði árið 1904. Þar er gangnamannakofi.

Í Finnboga sögu ramma er greint frá bónda þeim er Uxi hét, og bjó á Heiðarhúsum. Hans örlög urðu þau að Finnbogi drap hann, eftir deilur um beitarland.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.