Heiðar Guðjónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heiðar Guðjónsson (f. 22. apríl 1972; áður þekktur sem Heiðar Már Guðjónsson[1]) er íslenskur hagfræðingur og forstjóri Sýnar. Hann hefur starfar fyrir eigið fjárfestingafélag[2] og verið formaður stjórnar Eykon Energy, og varaformaður stjórnar HS Veitna.[3]

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Heiðar fæddist á Íslandi en ólst upp í Svíþjóð. Faðir hans er Guðjón Magnússon, fyrrverandi aðstoðarlandlæknir, prófessor og rektor og móðir hans Sigrún Gísladóttir, kennari og skólastjóri. Heiðar er kvæntur Sigríði Sól Björnsdóttur og eiga þau þrjú börn.

Heiðar lauk stúdentsprófi við Verslunarskóla Íslands og hagfræðigráðu við Háskóla Íslands.

Hann vann hjá Fjárvangi, Íslandsbanka, og stýrði vogunarsjóðnum GIR Capital Investment fyrir Kaupþing. GIR var kynntur fjárfestum á Íslandi á kynningarfundi á Hótel Holti „við lok síðasta árþúsunds“. Samkvæmt einum fundargestinum var útskýrt á fundinum hvernig hægt væri að forðast skattlagningu fjárfestingar í sjóðnum og boðin aðstoð við það. Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Lífeyrissjóður bænda og Stapi, lífeyrissjóður (þá Lífeyrissjóður Norðurlands) fjárfestu í GIR-sjóðnum á Caymaneyju.

Árið 2005 varð Heiðar meðeigandi í Novator Partners, London. Í frétt DV frá 2010 var Heiðar sagður „undanfarin ár [hafa] verið í innsta hring með Björgólfi Thor.“[4]

Heiðar varaði við óumflýjanlegri leiðréttingu krónunnar, með tilheyrandi skakkaföllum í efnahagslífinu, frá árinu 2005.[5] Heiðar hefur fullyrt í viðtali að engin lán tengd honum hafi nokkurn tímann verið afskrifuð, né heldur á eignarhaldsfélög sem hann átti hlut í eða sat í stjórn.[6] Heiðar hefur lýst því yfir að hann telji að Ísland eigi að leggja niður íslensku krónuna og taka upp einhliða annan gjaldmiðil.[7]

Hann fór fyrir hópi fjárfesta sem átti hæsta tilboð í opnu útboðsferli Sjóvár 2010.[8] Heiðar hefur stefnt Seðlabanka Íslands vegna vanefnda í kringum útboð Sjóvár.[9] Félagið var selt öðrum aðilum og í kjölfari birtist Heiðar í viðtali og sagði Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, hafa hótað að siga lögreglunni á hann og að tilboð hans hafi verið 5 milljörðum hagstæðara en tilboðið sem tekið var.[6] DV hefur sakað hann um að taka stöðu gegn krónunni í aðdraganda bankahrunsins en hann hefur stefnt blaðinu fyrir meiðyrði.[10] Heiðar segir Róbert Wessman dreifa lygum sem DV endurbirtir.[11]

Heiðar gaf út bókina Norðurslóðasókn 2013 sem var á mestölulista Eymundsson haustið 2013.[12]

Heiðar keypti kröfur á Glitni[13] og Kaupþing[14] og fór með þær í Héraðsdóm þar sem hann krafðist þess að gömlu bankarnir yrðu settir í þrot. Kröfuhafar Glitnis keyptu kröfurnar[15] til að forða gjaldþroti og sömdu við ríkið um greiðslu um 500 milljarða í gegnum nauðasamninga.[16]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. október 2015. Sótt 20. janúar 2016.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. apríl 2016. Sótt 20. janúar 2016.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. apríl 2016. Sótt 20. janúar 2016.
  4. Frétt DV: Maðurinn sem vill kaupa Sjóvá Geymt 12 júní 2013 í Wayback Machine, 16. ágúst 2010
  5. Novator varaði við gengisfallinu[óvirkur tengill], Fréttablaðið 5. nóvember 2008
  6. 6,0 6,1 Seðlabankastjóri hótaði að siga á mig lögreglunni[óvirkur tengill], Fréttatíminn 26. nóvember 2010, bls 18-19
  7. Afstýrum öðru hruni, Fréttablaðið 15. febrúar 2012
  8. Söluferli Sjóvár á lokastigum, Visir.is 21. október 2010
  9. „Höfðar nýtt mál gegn Seðlabankanum - Viðskiptablaðið“. www.vb.is.
  10. Heiðar Már stefnir DV Geymt 4 desember 2010 í Wayback Machine, frétt Dv.is 1. desember 2010
  11. http://eyjan.pressan.is/frettir/2010/10/18/heidar-segist-alsaklaus-segir-robert-wessman-dreifa-lygum-sem-dv-gleypi-vid/ Geymt 3 febrúar 2016 í Wayback Machine [dauður hlekkur]
  12. http://www.eymundsson.is/leitarnidurstodur/?search=Nor%C3%B0ursl%C3%B3%C3%B0as%C3%B3kn[óvirkur tengill] [dauður hlekkur]
  13. „Fer fram á gjaldþrotaskipti yfir Glitni - Vísir“. visir.is.
  14. „Heiðar Már fer fram á gjaldþrotaskipti á Kaupþingi - Vísir“. visir.is.
  15. „Fékk kröfuna sína í Glitni greidda að fullu - Vísir“. visir.is.
  16. „Heiðar: Ekki annað hægt en að fagna árangrinum - Viðskiptablaðið“. www.vb.is.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]