Hefei Xinqiao-alþjóðaflugvöllurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd sem sýnir flughöfn Hefei Xinqiao alþjóðaflugvallarins við Hefei borg, Anhui héraði í Kína.
Flughöfn Hefei Xinqiao alþjóðaflugvallarins við Hefei borg í Kína.
Mynd frá flughlaði Hefei Xinqiao alþjóðaflugvallarins við Hefei borg, Anhui héraði í Kína.
Flughlað Hefei Xinqiao alþjóðaflugvallarins.

Alþjóðaflugvöllur Hefei Xinqiao (IATA: HFE, ICAO: ZSOF) (kínverska: 合肥新桥国际机场; rómönskun: Héféi Xīnqiáo Guójì Jīchǎng) er flughöfn Hefei höfuðborgar Anhui héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína. Þessi nútímaflugvöllur er meginflughöfn héraðsins sem býður upp á ýmsar alþjóðlegar tengingar.

Flugvöllurinn er staðsettur um 32 kílómetra frá miðborg Hefei í bænum Gaoliu í Shushan-hverfi borgarinnar. Xīnqiáo þýðir á kínversku „Hin nýja brú“.

Hinn nýi flugvöllur hefur vaxið hratt. Árið 2018 afgreiddi flugvöllurinn um 11.1 milljónir farþega og um 70.000 tonn af farmi.


Saga[breyta | breyta frumkóða]

Framkvæmdir hófust í árslok 2008 og var flugvöllurinn opnaður um mitt ár 2013. Hann leysti Luogang-flugvöllinn af hólmi sem aðalflugvöllur Hefei borgar.

Í fyrsta áfanga var byggð ein flugbrautar 3.400 metrar að lengd og 108.500 fermetra flugstöðvarbygging, sem á að hafa getu til að taka við 11 milljónir farþega á ári og 150.000 tonn af farmi á ári.

Í öðrum byggingaráfanga flugvallarins er miðaða við getu til að taka við 42 milljónir farþega á ári og 580.000 tonn farms. Á því að vera lokið árið 2040.

Samgöngur við flugvöllinn[breyta | breyta frumkóða]

Nýtt Snarlestarkerfi borgarinnar, strætisvagnar og gott vegakerfi tengja flughöfnina við miðborg Hefei og nærliggjandi svæði.

Flugfélög[breyta | breyta frumkóða]

Flugvöllurinn er sérstakur áhersluflugvöllur fyrir flugfélögin China Eastern Airlines og Happy Airlines. Meðal annarra umsvifamikilla flugfélaga eru China International Airlines, West Air og Hainan Airlines. Alls starfa þar 39 farþegaflugfélög og 4 farmflugfélög.

Flugleiðir[breyta | breyta frumkóða]

Langflestir áfangastaðir eru innan Kína, en einnig eru alþjóðaflug frá Bangkok, Kuala Lumpur, Singapúr, Seúl, Taípei, Osaka, Frankfurt am Main, Moskvu Balí, Hong Kong, Makaó, og fleiri staða.

Tölfræði[breyta | breyta frumkóða]


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]