Heaven's Gate
Heaven's Gate var sértrúarsöfnuður sem var leiddur af Marshall Applewhite og Bonnie Nettles.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Endalok safnaðarins voru ráðin þegar halastjarnan Hale-Bopp var uppgötvuð árið 1997. Applewhite náði að sannfæra 38 meðlimi safnaðarins í að fremja sjálfsmorð, þannig að sálir þeirra gætu komist um borð í þetta „geimskip“ sem hann trúðu að væri í felum bakvið halastjörnuna og geymdi Jesú Krist. Þessar skoðanir hafa fengið fólk til að halda því fram að söfnuðurinn hafi gengið út frá trú á fljúgandi furðuhluti. Hópurinn trúði því að jörðin væri í endurvinnslu, sem þýddi það að einu möguleikarnir á því að lifa af væri að yfirgefa hana eins fljótt og mögulegt væri. Hópurinn var formlega á móti sjálfsmorðum en þeir skilgreindu „sjálfsmorð“ þannig að það „gæfi þeim möguleika að komast á næsta stig þegar það myndi bjóðast“. Hópurinn var sannfærður um að mannslíkaminn væri einungis farartæki sem myndi hjálpa þeim á þessu ferðalagi.
Uppruni
[breyta | breyta frumkóða]Heaven's Gate söfnuðurinn var stofnaður af Marshall Herff Applewhite og Bonnie Lu Truesdale Nettles kringum 1975. Þau héldu því fram að þau hefðu komið með geimskipi til jarðarinnar frá annarri vídd (stig fyrir ofan manninn) og myndu snúa aftur með leynilegri aðferð, sem að safnaðarmeðlimunum var kennd. Fylgismenn safnaðarins voru aldrei meiri en nokkur hundruð manns og missti söfnuðurinn fjölda fylgismenn eftir dauða Truesdale Nettles árið 1985. Hópurinn hélt fundi sína á hóteli við strönd Oregon áður en þau fluttu sig um set til Kaliforníu. Almennt er ekki mikið vitað um hvað hópurinn hafði fyrir stafni en þegar meðlimir gengu til liðs við söfnuðinn, seldu þeir oft á tíðum veraldlegar eigur sínar til að brjóta upp veraldlegt samband sitt við jörðina. Í mörg ár lifði hópurinn í einangrun í vestur hluta Bandaríkjanna.
Söfnuðurinn hannaði einnig vefsíður, fyrir söfnuðinn sjálfan sem og fyrir aðra.
Einn meðlimur safnaðarins, Thomas Nichols, var bróðir Star Trek leikkonunnar Nichelle Nichols. Fyrir sjálfsmorðin hjá söfnuðinum reyndi hann og ásamt öðrum meðlimum að fá hana til að dreifa skilaboðum til almennings frá hópnum.
Dauði
[breyta | breyta frumkóða]Þann 26. mars, 1997, fundust 38 meðlimir safnaðarins, ásamt Marshall Applewhite, látnir í leiguhúsnæði í San Diego. Fjölmiðlafárið í kringum atburðinn var mikið og efldi það umræðuna um sértrúarsöfnuði og fjöldasjálfsmorð þeirra.
Í undirbúningi sjálfsmorðsins drukku meðlimir sítrusaldinsafa til að hreinsa líkamann af óhreinindum. Sjálfsmorðin fóru þannig fram að meðlimir drukku vodka blandað með eiturefninu phenobarbital, ásamt því að plastpokum var vafið um höfuð meðlima til að flýta fyrir dauða þeirra. Allir meðlimir voru klæddir í samsvarandi svarta boli og íþróttabuxur, ásamt nýjum svarthvítum nikestrigaskóm og með armband um úlnliðinn með áletruninni „Heaven's Gate brottfararliðið“.