Fara í innihald

Hawaii-skyrta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hawaii-skyrta er skyrta, oftast litrík og yfirleitt stutterma. Þær eru þekktar á Hawaii-eyjum sem Aloha-skyrtur en hefðbundnar skyrtur eru engan veginn eins litríkar og nútíma útgáfur, sem þekktar eru um allan heim.

Algeng mynstur á hawaii-skyrtum eru pálmatré og sólsetur. Algengir litir eru m.a. rauður, appelsínugulur og fjólublár.

Hawaii-skyrtur þykja bera merki um smekkleysi af mörgum en þeir sem taka ástfóstri við þær, nær ætíð karlmenn, klæðast þeim gjarnan til að storka tískulögmálunum.

Nútíma hawaii-skyrtan rekur uppruna sinn til fjórða áratugarins þegar kínverskur kaupmaður hóf að selja skærlitrar skyrtur í búð sinni skammt frá Honolulu. Þær urðu fljótt vinsælar meðal ferðamanna.

Eftir seinni heimsstyrjöldina jukust vinsældir hawaii-skyrtunnar til mikilla muna. Ekki síst þar sem Truman Bandaríkjaforseti sást oft í slíkri flík við óformleg tilefni og unndi sér best í slíkum klæðnaði.