Hauganes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

65°55.54′N 18°19.69′V / 65.92567°N 18.32817°A / 65.92567; 18.32817 Hauganes er lítið þorp í Eyjafirði, 22 km norðan við Akureyri og 12 km sunnan við Dalvík. Þar bjuggu 110 manns árið 2015. Hauganes tilheyrir Árskógsströnd og er hluti af sveitarfélaginu Dalvíkurbyggð. Birnunesborgir eru skammt frá Hauganesi en þar er heitt vatn í jörðu og borholur sem tengdar eru hitaveitu Dalvíkur.

Á Hauganesi eru nokkur sjávarútvegsfyrirtæki sem og smábátaútgerð. Íbúar á Hauganesi sækja mest alla þjónustu á Akureyri en þar er þó Stærra-Árskógskirkja rétt hjá, Árskógsskóli og Leikskólinn í Árskógi, ásamt íþróttasvæði.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.