Fara í innihald

Hauganes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hauganes
Bryggjan við Hauganes
Bryggjan við Hauganes
Map
Hauganes er staðsett á Íslandi
Hauganes
Hauganes
Staðsetning Hauganess
Hnit: 65°55′N 18°18′V / 65.917°N 18.300°V / 65.917; -18.300
LandÍsland
LandshlutiNorðurland eystra
KjördæmiNorðaustur
SveitarfélagDalvíkurbyggð
Mannfjöldi
 (2024)[1]
 • Samtals102
Póstnúmer
621
Vefsíðadalvikurbyggd.is

Hauganes er lítið þorp í Eyjafirði, 22 km norðan við Akureyri og 12 km sunnan við Dalvík. Þar bjuggu 102 manns árið 2024. Hauganes tilheyrir Árskógsströnd og er hluti af sveitarfélaginu Dalvíkurbyggð. Birnunesborgir eru skammt frá Hauganesi en þar er heitt vatn í jörðu og borholur sem tengdar eru hitaveitu Dalvíkur.

Á Hauganesi eru nokkur sjávarútvegsfyrirtæki sem og smábátaútgerð. Þar er einnig nokkur ferðamannaþjónusta, hvalaskoðun, heitir pottar við ströndina og sandfjara þar sem hægt er að stunda sjósund. Þar er einnig lítið tjaldsvæði og veitingahúsið Baccalá bar. Íbúar á Hauganesi sækja ýmsa þjónustu til Dalvíkur og Akureyrar. Stærra-Árskógskirkja er skammt frá Hauganesi og þar er einnig Árskógsskóli og Leikskólinn í Árskógi, ásamt góðu íþróttasvæði.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Mannfjöldi eftir byggðakjörnum, kyni og aldri 1. janúar 1998-2024“. px.hagstofa.is.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.