Harlequin (plata)
Harlequin | ||||
---|---|---|---|---|
![]() | ||||
Tónlist eftir | ||||
Gefin út | 27. september 2024 | |||
Stefna | ||||
Lengd | 41:27 | |||
Útgefandi | Interscope | |||
Stjórn |
| |||
Tímaröð – Lady Gaga | ||||
|
Harlequin er hljómplata bandarísku söngkonunnar Lady Gaga, gefin út 27. september 2024 af Interscope Records. Platan er innblásin af tónlistarkvikmyndinni Joker: Folie à Deux (2024), þar sem Gaga fer með hlutverk Harley Quinn.
Harlequin er lýst sem þemaplötu um Harley Quinn, þar sem illmennið er sýnt frá sjónarhorni Gaga. Platan inniheldur ábreiður af bandarískum djasslögum, auk tveggja frumsaminna laga eftir Gaga. Hljómplatan er þriðja djassplata Gaga eftir samstarfsplöturnar hennar með bandaríska djassöngvaranum Tony Bennett – Cheek to Cheek (2014) og Love for Sale (2021).[1]
Við útgáfu fékk Harlequin að mestu jákvæða dóma.[2] Platan náði topp-10 í Austurríki, Frakklandi, Skotlandi, Spáni, Sviss og Þýskalandi, auk topp-20 í Belgíu, Ítalíu, Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum. Hún náði einnig fyrsta sæti US Jazz Albums-lista Billboard og varð þar með þriðja platan hennar til að ná toppsæti á þeim lista.[3]
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]Nr. | Titill | Lagahöfundur/ar | Stjórn | Lengd |
---|---|---|---|---|
1. | „Good Morning“ |
|
| 2:47 |
2. | „Get Happy (2024)“ |
|
| 3:12 |
3. | „Oh, When the Saints“ |
|
| 3:43 |
4. | „World on a String“ |
|
| 2:37 |
5. | „If My Friends Could See Me Now“ |
|
| 2:44 |
6. | „That's Entertainment“ |
|
| 4:10 |
7. | „Smile“ |
|
| 3:42 |
8. | „The Joker“ |
|
| 2:52 |
9. | „Folie à Deux“ | Germanotta |
| 3:00 |
10. | „Gonna Build a Mountain“ |
|
| 2:52 |
11. | „Close to You“ |
|
| 2:44 |
12. | „Happy Mistake“ |
|
| 4:08 |
13. | „That's Life“ |
|
| 3:04 |
Samtals lengd: | 41:27 |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ P. Frank, Jason (27. september 2024). „Tony Bennett would never say anything mean about Lady Gaga's new album“. Vulture. Sótt 29. september 2024.
- ↑ „Critic reviews for Harlequin by Lady Gaga“. Metacritic. Sótt 12 nóvember 2024.
- ↑ Caulfield, Keith (8 október 2024). „Lady Gaga's Harlequin debuts at no. 1 on Jazz Charts, top 5 on album sales“. Billboard. Sótt 8 október 2024.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Harlequin (Lady Gaga album)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. janúar 2025.