Hard Rock Café

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hard Rock Café í París.

Hard Rock Café er veitingahúsakeðja stofnuð í London árið 1971 af Isaac Tigrett og Peter Morton. Árið 1979 hófu þeir að skreyta veggi staðarins með rokkminjum sem urðu brátt eitt af einkennum staðanna. Veitingastaðir undir merkjum Hard Rock Café eru reknir í 74 löndum og telja 185 veitingastaði, 25 hótel og 12 spilavíti.

Árið 2006 keyptu Seminólar í Flórída bandaríska hluta keðjunnar með 124 veitingastaði, tvö hótel, tvö hótelspilavíti, tvo tónleikastaði og hluti í þremur ómerktum hótelum.

Veitingamaðurinn Tómas A. Tómasson opnaði fyrsta Hard Rock Café á Íslandi í Kringlunni 25. júlí 1987. Staðurinn hætti 2005 sama ár og Tómas opnaði Hamborgarabúlluna. Nýr staður var opnaður við Lækjargötu árið 2016.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.