Fara í innihald

Haraldur hilditönn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Haraldur Hilditönn er persóna í gömlum sögnum en hann er sagður hafa verið konungur í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Vindlandi. Hann var sonur Hræreks af Sjálandi af ætt Skjöldunga og og Auðar djúpúðgu Ívarsdóttur og afi hann var Ívar víðfaðmi. Í öðrum sögnum er hann sagður sonur Ráðbarðs í Garðaríki. Haraldur hilditönn ólst upp í Garðaríki en þegar móðurafi hans Ívar lést fór hann til Skánar og lagði undir sig Svíþjóð, Danmörku, Noregur og norðurhluta Þýskalands. Sagt er að hann hafi haft aðsetur í kastalanum á Beritzholm. Randver bróðir hans var settur yfir Norðymbraland. Þegar Haraldur varð gamall útnefndi hann Sigurð hring, son Randver sem lýðkonung yfir Svíþjóð. Sagan segir að þegar Haraldur hilditönn var orðinn 150 ára gamall þá eggjaði hann Sigurð hring til að hernaðar í hinum fræga Brávallabardaga. Haraldur hilditönn féll í Brávallabardaga.