Harðivetur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Harðivetur var heiti sem haft var um mikinn harðindavetur á Íslandi árið 1552. Samkvæmt því sem annálar segja hófust vetrarhörkurnar á Magnúsmessu fyrir jól (13. desember 1551) og stóðu allt fram á páskadag, 13. apríl.

Mikið af kvikfénaði drapst. Einkum varð biskupsstóllinn í Skálholti fyrir fjárskaða og varð biskupinn að selja eina af jörðum biskupsstólsins, Vatnmúla í Flóa, fyrir kvikfé.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Nöfn á árstíðum eftir veðráttu. Lesbók Morgunblaðsins, 20. maí 1953“.