Harðangursaumur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Harðangursaumur
Skyrtur og svuntur með þjóðbúningum kvenna í Harðangurfirði voru með harðangurs- og klaustursaumi
Harðangursaumur skýringarmynd
1. Klaustursaumur
2. Stólpar
3.saumað yfir götin
Borði frá 16. öld með ítalska knipplingasauminum reticella en harðangur- og klaustursaumur eiga uppruna í þeirri aðferð

Harðangurs- og klaustursaumur er norsk útsaumsaðferð sem áður fyrr var notuð í skyrtur og svuntur við norska þjóðbúningar við Harðangursfjörð. Upprunalega var saumað í hvítt hörléreft með hvítum hörþræði en seinna einnig í sérstakt bómullarefni, harðangursjava og saumað í með perlugarni. Aðferðin byggir á úrdráttarsaum og klaustursaum. Úrdráttarsaumur er þannig að þræðir í efninu eru dregnir út. Klaustursaumur er úttalinn flatsaumur sem er saumaður eftir þræði og því eru mynstur í harðangur- klaustursaumi stölluð.

Harðangur- og klaustursaumur er runninn frá saumaðferðum úr Persíu og Asíu sem bárust til Evrópu og var þar oftast saumað á hvítt efni með hvítum þræði. Frá Persíu barst tæknin til Ítalíu og braust þar fram í ítölskum kniplingasaumi sem nefnist reticella og þaðan barst aðferðin til Noregs og þróaðist í staðbundna aðferð, harðangur- og klaustursaum..

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]