Handknattleiksárið 1947-48

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Handknattleiksárið 1947-48 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1947 og lauk sumarið 1948. Valsarar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Ármann í kvennaflokki. Engir landsleikir fóru fram á tímabilinu.

Karlaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Valsarar urðu Íslandsmeistarar á fullu húsi stiga. Níu lið tóku þátt í Íslandsmóti karla og léku þau einfalda umferð í einni deild.

Félag Stig
Valur 16
Ármann 14
ÍR 10
Víkingur 8
KR 8
ÍA 6
FH 6
Fram 0
Haukar 0

Kvennaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Ármannsstúlkur urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna eftir úrslitaleik gegn KR. Sjö lið tóku þátt í Íslandsmóti kvenna og léku þau einfalda umferð í tveimur þriggja og fjögurra liða riðlum.

A riðill

Félag Stig
Ármann 6
Fram 4
FH 2
Týr Ve. 0

B riðill

Félag Stig
KR 4
ÍR 2
Haukar 0

Úrslitaleikur

  • Ármann - KR 2:2 (eftir tvíframlengdan leik)

2. úrslitaleikur

  • Ármann KR 4:1

Íslandsmótið utanhúss[breyta | breyta frumkóða]

Íslandsmótið í handknattleik utanhúss var haldið sumarið 1948. Þrjú félög tóku þátt í karlaflokki og fóru Ármenningar með sigur af hólmi. Átta lið tóku þátt í kvennaflokki og urðu Framarar Íslandsmeistarar eftir sigur á Þór Ve. í framlengdum úrslitaleik, 2:1.

Landslið[breyta | breyta frumkóða]

Engir formlegir landsleikir fóru fram á tímabilinu. Danskur handknattleiksflokkur skipaður leikmönnum úr Kaupmannahafnarliðunum HG og Ajax heimsótti Ísland vorið 1948 og lék m.a. tvo leiki við úrvalslið íslenskra handknattleiksmanna og vann þá báða.