Handknattleiksárið 1942-43

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Handknattleiksárið 1942-43 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1942 og lauk sumarið 1943. Haukar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Ármenningar í kvennaflokki. Engir landsleikir fóru fram á tímabilinu.

Karlaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Haukar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn eftir úrslitaleik gegn Valsmönnum. Níu lið tóku þátt í mótinu. Keppt var í tveimur riðlum og léku sigurliðin til úrslita.

A riðill

Félag Stig
Haukar 8
Víkingur 6
KR 4
Fram 2
Íþróttafélag Háskólans 0

B-riðill

Félag Stig
Valur 6
Ármann 4
ÍR 2
FH 0

Úrslitaleikur

  • Valur - Haukar 16:22

Kvennaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Ármannsstúlkur urðu Íslandsmeistarar í kvennaflokki fjórða árið í röð. Í úrslitum sigruðu þær Hauka 11:9 eftir framlengda viðureign. Ármenningar urðu einnig Íslandsmeistarar utanhúss.