Fara í innihald

Hamfaraveðrið í Ísafjarðardjúpi 1968

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hamfaraveðrið í Ísafjarðardjúpi 1968 var óveður sem gekk yfir Ísafjarðardjúp 3-5. febrúar 1968. Fleiri tugir breskra og íslenskra togara leituðu vars í Ísafjarðardjúpi þegar óveður gekk yfir Vestfirði. Mikil ísing hlóðst upp á skipunum og börðust áhafnir þeirra alla nóttina við að berja af ís til að bjarga skipunum. Breski togarinn Ross Cleveland og íslenski vélbáturinn Heiðrún II fórust í djúpinu í óveðrinu og breski togarinn Notts County strandaði við Snæfjallaströnd með þeim afleiðingum að 26 sjómenn fórust á skipunum þremur en 19 björguðust. Fjöldi annara skipa lentu í miklum hremmingum, þar á meðal Hug­rún­ ÍS-7, sem var síðasta skipið til að komast til hafnar í óveðrinu.[1][2]

Skip sem lentu í óveðrinu

[breyta | breyta frumkóða]

Talsverður fjöldi breskra og íslenskra skipa lenti í óveðrinu. Sökum fjölda þeirra var talin mikil hætta á ásiglingum þar sem radar búnaður flestra skipa var óvirkur vegna ísingar og útsýni lítið sem ekkert.[3] Hér fyrir neðan má finna þau skip sem helst hefur verið fjallað um í tengslum við óveðrið.

Ross Cleveland

[breyta | breyta frumkóða]

Ross Cleveland var breskur togari frá Hull. Hann hvolfdi og sökk úti fyrir Arnarnesi við Skutulsfjörð að kvöldi sunnudagins 4. febrúar sökum ísingar. Þrír skipverjar komust í björgunarbát en einungis einn þeirra, Harry Eddom, var á lífi þegar bátinn rak á land í Seyðisfirði. Mikið fjölmiðlafár varð hjá breskum dagblöðum þegar fréttist af björgun hans og lenti Úlfur Gunnarsson, yfirlæknir á Ísafirði, í handalögmálum við blaðamenn þegar þeir reyndu að brjóta sér leið inn á sjúkrahúsið þar sem Eddom lá.[1]

Heiðrún II

[breyta | breyta frumkóða]

Heiðrún II var vélbátur frá Bolungarvík. Áhöfn bátsins sigldi úr Bolungarvíkurhöfn, stuttu á eftir Hug­rún­ ÍS-7, eftir að hann tók að slitna frá bryggju. Síðast heyrðist frá bátnum um klukkan eitt um nóttina en hann fannst hvergi þegar varðskipið Óðinn leitaði að því þar sem talið er að það hafði verið í vari. Sex manns fórust með bátnum, þar af skipstjórinn og tveir synir hans.[4]

Notts County

[breyta | breyta frumkóða]

Notts County var breskur togari. Hann strandaði við Snæfjallaströnd en varðskipið Óðinn bjargaði 18 af 19 manna áhöfn skipsins.[5]

Hug­rún­ ÍS-7

[breyta | breyta frumkóða]

Hug­rún­ ÍS-7 var 200 tonna vélbátur frá Bolungarvík. Báturinn sigldi úr Bolungarvíkurhöfn með Há­v­arð Ol­geirs­son, skipstjóra, og Bjarna Benediktsson, 18 ára annan vélstjóri, um borð. Báturinn komst við illan leik í höfn á Ísafirði að morgni 4. febrúar.[6][7]

Varðskipið Óðinn

[breyta | breyta frumkóða]

Áhöfnin á varðskipinu Óðinn vann mikið þrekvirki á meðan óveðrinu stóð en það kom bæði að björgun áhafnar Notts County og leitinni að Heiðrúnu II. Sigurður Þ. Árnason, skipherra á Óðni, var seinna sæmd­ur bresku OBE-orðunni (enska: Officer of the Most Excell­ent Or­der of the Brit­ish Empire) fyr­ir björg­un skip­verj­anna af Notts County og stýrimennirnir Sig­ur­jón Hann­es­son og Pálmi Hlöðvers­son hlutu þá hvor um sig orðuna The Sea Gall­antry Me­dal of Gold.[8][9]

Í öðrum miðlum

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „30 ár frá mannskaðaveðrinu ægilega á Vestfjörðum“. Bæjarins besta. 2 nóvember 1998. bls. 8–11. Sótt 26 apríl 2025 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  2. Halla Ólafsdóttir (18 apríl 2019). „Óveður sem skildi samfélög eftir í sárum“. RÚV. Sótt 26 apríl 2025.
  3. Skúli Halldórsson (10 febrúar 2018). „„Aldrei lent í öðru eins veðri". www.mbl.is. Morgunblaðið. Sótt 26 apríl 2025.
  4. „Heiðrún II. frá Bolungarvík talin af“. Morgunblaðið. 9 febrúar 1968. bls. 1. Sótt 26 apríl 2025 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  5. Halla Ólafsdóttir (1 ágúst 2019). „Á Ísafirði 51 ári eftir strand Notts County“. RÚV. Sótt 26 apríl 2025.
  6. Skúli Halldórsson (12 febrúar 2018). „Nítján ára í siglingu upp á líf og dauða“. Morgunblaðið. Sótt 26 apríl 2025.
  7. „Um líf og dauða að tefla“. Bæjarins besta. 2 nóvember 1998. bls. 10. Sótt 26 apríl 2025 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  8. „Minningarathöfn um sjóslysin í Djúpinu“. www.lhg.is. Landhelgisgæsla Íslands. 6 febrúar 2018. Sótt 26 apríl 2025.
  9. „Skipverjinn snéri aftur til Ísafjarðar“. www.mbl.is. Morgunblaðið. 2 ágúst 2019. Sótt 26 apríl 2025.
  10. „Útkall í Djúpinu“. Bæjarins besta. 5. desember 2001. bls. 8-9. Sótt 26 apríl 2025 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs