Fara í innihald

Halldór Benjamín Þorbergsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Halldór Benjamín Þorbergsson (5. apríl 1979) er íslenskur hagfræðingur og forstjóri fasteignafélagsins Regins.

Halldór Benjamín var áður framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins frá 2016-2023[1] og framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar hjá Icelandair Group frá 2009-2016.[2]

Halldór Benjamín er stúdent af eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík, lauk hagfræðiprófi frá Háskóla Íslands og er með MBA gráðu frá Oxford háskóla.[3]

Hann starfaði um tíma sem hagfræðingur og síðar framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hann hefur einnig starfað hjá Milestone, Norræna Fjárfestingabankanum og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Halldór hefur sinnt stundakennslu í þjóðar- og rekstrarhagfræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. [2]

Samtök atvinnulífsins

[breyta | breyta frumkóða]

Sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins leiddi Halldór Benjamín kjaraviðræður fyrir hönd atvinnurekenda. Þar á meðal voru viðræðurnar sem leiddu til Lífskjarasamningsins 2019[4] og kjaraviðræður á vormánuðum 2023 þar sem Efling og Samtök atvinnulífsins tókust hart á.

Halldór Benjamín er giftur Guðrúnu Ásu Björnsdóttur[5], sérfræðilækni og forstjóra Klíníkurinnar í Ármúla. Þau eiga fjögur börn.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Halldór Benjamín Þorbergsson ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins“. www.sa.is. Sótt 4. maí 2023.[óvirkur tengill]
  2. 2,0 2,1 „Halldór Benjamín Þorbergsson ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins“. www.sa.is. Sótt 4. maí 2023.[óvirkur tengill]
  3. „Skipulag | Samtök atvinnulífsins“. www.sa.is. Sótt 4. maí 2023.[óvirkur tengill]
  4. „Lífskjarasamningurinn 2019-2022“. www.sa.is. Sótt 4. maí 2023.[óvirkur tengill]
  5. Íslands, Læknafélag. „Guðrún Ása ráðin aðstoðamaður Willums“. Læknafélag Íslands. Sótt 4. maí 2023.
  6. „Skipulag | Samtök atvinnulífsins“. www.sa.is. Sótt 4. maí 2023.[óvirkur tengill]
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.