Halldór Benjamín Þorbergsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Halldór Benjamín Þorbergsson

Halldór Benjamín Þorbergsson (5. apríl 1979) er íslenskur hagfræðingur og forstjóri fasteignafélagsins Regins.

Halldór Benjamín var áður framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins frá 2016-2023[1] og framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar hjá Icelandair Group frá 2009-2016.[2]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Halldór Benjamín er stúdent af eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík, lauk hagfræðiprófi frá Háskóla Íslands og er með MBA gráðu frá Oxford háskóla.[3]

Hann starfaði um tíma sem hagfræðingur og síðar framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hann hefur einnig starfað hjá Milestone, Norræna Fjárfestingabankanum og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Halldór hefur sinnt stundakennslu í þjóðar- og rekstrarhagfræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. [2]

Samtök atvinnulífsins[breyta | breyta frumkóða]

Sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins leiddi Halldór Benjamín kjaraviðræður fyrir hönd atvinnurekenda. Þar á meðal voru viðræðurnar sem leiddu til Lífskjarasamningsins 2019[4] og kjaraviðræður á vormánuðum 2023 þar sem Efling og Samtök atvinnulífsins tókust hart á.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Halldór Benjamín er giftur Guðrúnu Ásu Björnsdóttur[5], sérfræðilækni og forstjóra Klíníkurinnar í Ármúla. Þau eiga fjögur börn.[6]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Halldór Benjamín Þorbergsson ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins“. www.sa.is. Sótt 4. maí 2023.[óvirkur tengill]
  2. 2,0 2,1 „Halldór Benjamín Þorbergsson ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins“. www.sa.is. Sótt 4. maí 2023.[óvirkur tengill]
  3. „Skipulag | Samtök atvinnulífsins“. www.sa.is. Sótt 4. maí 2023.[óvirkur tengill]
  4. „Lífskjarasamningurinn 2019-2022“. www.sa.is. Sótt 4. maí 2023.[óvirkur tengill]
  5. Íslands, Læknafélag. „Guðrún Ása ráðin aðstoðamaður Willums“. Læknafélag Íslands. Sótt 4. maí 2023.
  6. „Skipulag | Samtök atvinnulífsins“. www.sa.is. Sótt 4. maí 2023.[óvirkur tengill]
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.