Fara í innihald

Héraðssamband Suður Þingeyinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá HSÞ)


Héraðssamband Suður Þingeyinga (skammstafað HSÞ) var stofnað 7. maí 1914. Upphaflega hét félagið Samband þingeyskra ungmennafélaga (SÞU). Skrifstofa HSÞ er á Laugum í Reykjadal. Innan HSÞ eru 18 aðildarfélög. HSÞ er aðili að UMFÍ. Formaður HSÞ er Arnór Benónýsson.

Aðildarfélög

[breyta | breyta frumkóða]

Eftirtalin félög eru aðildarfélög HSÞ: Bjarmi, Boltafélag Húsavíkur, Efling, Einingin, Gaman og alvara, Geisli, Golfkl. Húsavíkur, Golfkl. Hvammur, Golfkl. Mývatnssveit, Hestamannaf. Grani, Hestamannaf. Þjálfi, Íþróttafélag Laugaskóla, Magni, Mývetningur, Reykhverfungur, Skotfélag Húsavíkur, Tjörnes og Völsungur