H.D.F. Kitto
Útlit
Humphrey Davy Findley Kitto (6. febrúar 1897 – 21. janúar 1982) var breskur fornfræðingur. Hann fæddist í Stroud, Gloucestershire.
Kitto skrifaði doktorsritgerð sína árið 1920 við University of Bristol, þar sem hann varð prófessor árið 1944. Hann kenndi við háskólann í Bristol þar til fór hann á eftirlaun árið 1962. Kitto fékkst einkum við gríska harmleiki og þýddi m.a. verk eftir Sófókles.
Árið 1951 kom út bók hans The Greeks sem var inngangsrit ætlað almenningi. Í bókinni fjallar Kitto um allar hliðar grískrar menningar í fornöld, en bókin þykir sígild og nýtur enn mikilla vinsælda.
Ritverk
[breyta | breyta frumkóða]- Greek Tragedy: A Literary Study (1939)
- Form and meaning in drama (1956)
- The Greeks (1951)
- Poiesis: Structure and Thought (1966) Sather Classical Lectures
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „H. D. F. Kitto“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. mars 2006.