Fara í innihald

H-dagurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

H-dagurinn þann 26. maí 1968 er dagurinn sem umferð á Íslandi færðist af vinstri akrein yfir á þá hægri.[1] Breytingin gerðist klukkan 6 árdegis.

Forsagan er sú að Alþingi ályktaði svohljóðandi þann 13. maí 1964[2]: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta hefja hið allra fyrsta undirbúning að því, að upp verði tekinn hægri handar akstur hér á landi.“

Umferðarnefnd var falið að sjá um undirbúninginn. Heildarkostnaður nam rúmlega 33 milljónum króna vegna strætisvagna og 12 milljónum króna vegna umferðarmannvirkja. 1662 skiltum um allt land var skipt út aðfararnóttina sjálfa og höfðu þá alls 5727 skilti verið færð til.[3]

Eina slysið vegna breytinganna þann dag var drengur á hjóli sem fótbrotnaði.[4]