Húnbogi Þorgilsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Húnbogi Þorgilsson var íslenskur höfðingi á 12. öld. Hann bjó á Skarði á Skarðsströnd og er sá fyrsti af ætt Skarðverja sem öruggt er að hafi búið þar en búseta ættarinnar hefur haldist á Skarði til þessa dags.

Ekki er víst hver faðir Húnboga var. Í Sturlungu er hann sagður sonur Þorgils Oddasonar en hann hefur einnig verið talinn sonur Þorgils Gellissonar og þá bróðir Ara fróða. Er það meðal annars byggt á því að afkomendur Þorgils áttu hálft Þórsnesingagoðorð en afkomendur Ara hinn helminginn. Húnbogi virðist hafa verið friðsemdarmaður og dregst að minnsta kosti ekki inn í svæsnar illdeilur Hafliða Mássonar og Þorgils Oddasonar, nema hvað þess er getið að hann, Þórður Gilsson faðir Hvamm-Sturlu og aðrir heiðarlegir menn hafi reynt að hafa meðalgöngu þegar Hafliði kom í Dali 1120 að heyja féránsdóm eftir Þorgils.

Kona Húnboga var Yngveldur Hauksdóttir og sonur þeirra Snorri Húnbogason lögsögumaður á Skarði.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • „Elzta óðal á Íslandi. Lögberg, 5. ágúst 1926“.