Hörður Torfason syngur eigin lög

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hörður Torfason syngur eigin lög
SG - 033 - A-72p.jpg
SG - 033 - B-72p.jpg
Bakhlið
SG - 033
FlytjandiHörður Torfason
Gefin út1971
StefnaÞjóðlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnPétur Steingrímsson

Hörður Torfason syngur eigin lög er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1971. Hljóðritun fór fram víða í Reykjavík og meðal annars í Veitingastaðnum Klúbbnum sem var við Borgartún undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Ljósmyndir og útlit Björn Björnsson.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Þú ert sjálfur Guðjón - Lag - texti: Hörður Torfason - Þórarinn Eldjárn
 2. Aftanþeyr - Lag - texti: Hörður Torfason — Rúnar Hafdal Halldórsson
 3. Lát huggast barn - Lag - texti: Hörður Torfason — Steinn Steinarr
 4. Dagurinn kemur - Dagurinn fer - Lag - texti: Hörður Torfason — Rúnar Hafdal Halldórsson
 5. Grafskrift - Lag - texti: Hörður Torfason - Þorsteinn Gíslason
 6. Tryggð - Lag - texti: Hörður Torfason — Tómas Guðmundsson
 7. Kveðið eftir vin minn - Lag - texti: Hörður Torfason — Halldór Laxness
 8. Leitin - Lag - texti: Hörður Torfason — Rúnar Hafdal Halldórsson
 9. Jósep smiður - Lag - texti: Hörður Torfason — Grímur Thomsen
 10. Ég leitaði blárra blóma - Lag - texti: Hörður Torfason — Tómas Guðmundsson SG-033-%C3%89g_leita%C3%B0i_bl%C3%A1rra_bl%C3%B3ma.oggHljóðdæmi (uppl.)
 11. Útburðarvæl - Lag - texti: Hörður Torfason — Davíð Stefánsson
 12. Gamalt sæti - Lag - texti: Hörður Torfason — Steinn Steinarr

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Þjóðlög og lög í þjóðlagastíl hafa átt œ meiri vinsældum að fagna hér á landi síðustu árin sem og annars staðar. Og að sjálfsögðu hafa þá flytjendur þessarar tegundar tónlistar vakið athygli og hlotið lof og frœgð. Flytjendum þjóðlaga má því sem nœst skipta í tvo hópa; annars vegar eru þeir, sem leggja mikla rœkt við fágaðan flutning og fallega raddaðan söng, ef um fleiri en einn er að rœða. Má til glöggvunar nefna hina erlendu flokka The Kingston trio, Peter, Paul and Mary í þessu sambandi, eða Savanna-tríóið svo litið sé á heimaslóðir. Í hinum flokknum er svo þeir, sem leggja ekki alla áherzluna á sönginn sjálfan eða flutninginn, heldur lögin og þá jafnvel miklu frekar ljóðin. Hér má t. d. nefna hina amerísku Peter Seeger, Tom Paxton og þá söngflokkinn The Weavers. Hér á landi eru hins vegar fáir í þessum flokki — nema ef vera skyldi Hörður Torfason. En það er einmitt hinn síðari mátinn í flutningi þjóðlaga, sem riður sér œ meir til rúms hin allra síðustu ár,— og eru þá flytjendur undir flestum kringumstœðum höfundar laganna, því hver kemst nær kjarna lagsins en höfundurinn sjálfur?

Á þessari hljómplötu eru tólf lög eftir Hörð Torfason, sem hann hefur verið að syngja í þröngum hópi kunningja síðustu eitt-tvö árin. Þau eru samin við ljóð, sem eru ákaflega ólík að innihaldi, tregablandin ljóð, gaman-ljóð og jafnvel hrollvekja eins og Grafskrift. En öll eru þessi ljóð eftir góð ljóðskáld, ýmist eftir gamalkunn skáld eða yngri menn, sem kunna að gera ljóð. Með Herði syngja nokkrir kunningjar hans og hér var endilega ekki lögð áherzla á slípaðar raddsetningar, heldur syngur hver eins og andinn blæs honum í brjóst þegar hljóðritun fer fram. En allt hefur þetta fólk fengist við að syngja þjóðlög að einhverju marki síðustu árin. Eru það þau Rósa Ingólfsdóttir, Benedikt Torfason og Moody Magnússon, en Benedikt leikur á gítar ásamt Herði og síðan leikur Moody á bassa. Þessi einfalda, en þó seiðandi hljómplata Harðar tekur mann œ fastari tökum eftir því sem maður heyrir hana oftar.

 

Myndin á framhlið plötuumslagsins[breyta | breyta frumkóða]

Myndin er tekin á sumardaginn fyrsta 1970 í Árbæjarsafni í verulegri nepju. Ég man að ég hafði áhyggjur af lakkinu á gítarnum mínum.Þessi mynd leynir greinilega á sér því margir halda að ég siti á eimreiðinni. Hið rétta er að ég sit á valtara og eimreiðin (Minør) er á bakvið. Það var Björn Björnsson (úr Savannah tríó) sem tók þessa mynd og líka þá sem er á bakhlið plötunnar.