Fara í innihald

Hönnunarhugsun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skýringarmyndband um hönnunarhugsun.

Hönnunarhugsun felst í því að nota skapandi vitsmunalega ferla sem koma við sögu í hönnun (til dæmis í vöruhönnun, arkitektúr og viðmótshönnun) til að leysa ýmis samfélagsleg og viðskiptaleg vandamál. Hönnunarhugsun hefur einkum verið nefnd í tengslum við nýsköpun, menntun og vöruþróun. Fyrirtækið Apple Inc. hefur verið nefnt sem dæmi um fyrirtæki sem byggi á hönnunarhugsun. Hugtakið hefur verið gagnrýnt fyrir að ofureinfalda sýn á vöruþróunarferla og gera lítið úr hlutverki tæknilegrar færni.

Dæmigerðir hugrænir ferlar sem nefndir eru sem dæmi um hönnunarhugsun eru samhengisgreining, vandamálagreining, afmörkun, skapandi hugsun, frásagnaraðferðir, myndræn framsetning lausna, smíði frumgerða, prófun og mat. Hönnunarhugsun hefur verið álitin hentug til að leysa illa skilgreind vandamál og þróa notendamiðaðar lausnir.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.