Fara í innihald

Hönd Guðs

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hönd guðs var mark sem var skorað af Diego Maradona í átta liða úrslitum Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu 1986 þegar Argentína mætti Englandi. Maradona fékk sendingu og í stað þess að skalla boltann þá kýldi hann boltann í markið með vinstri hendi. Dómari leiksins sá ekki að Maradona hefði beitt hendinni og dæmdi markið gilt. [1]Maradona skoraði annað sögufrægt mark í sama leik sem oft er kallað mark aldarinnar[2] þegar hann rakti boltann upp allan völlinn og skoraði. Upptöku af markinu má sjá hér.


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. https://www.refrsports.com/blog/legacy-of-controversy-maradona-hand-of-god
  2. „Maradona: Goal of the century“. FIFA.