Höfðingjasmokkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Höfðingjasmokkur (Skólameistarasmokkur)
Berryteuthis magister.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Lindýr (Mollusca)
Flokkur: Smokkar (Cephalopoda)
Ættbálkur: ''Oegopsidae''
Ætt: ''Gonatidae''
Ættkvísl: ''Berryteuthis''
Tegund:
B. magister

Tvínefni
Berryteuthis magister
Berry, 1913

Höfðingjasmokkur eða Skólameistarasmokkur (fræðiheiti:Berryteuthis magister) er meðalstór smokkur. Hann lifir á stóru svæði í köldum sjó Norður-Kyrrahafsins. Hann er að finna við landgrunnsbrúnina frá ströndum Kóreu til Norð-Vestur strandar Bandaríkjana. Tegundin finnst í Beringshafi, milli Alaska og austurstrandar Síberíu. Einnig finnst hún í Okotskhafi. Tegundin er ein sú stærsta í flokki smokka. Tvær undirtegundir hafa fundist en þær eru B. m. nipponesis og B. m. shevtsovi.

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Ný veiddur og ferskur Höfðingjasmokkur

Búkur Höfðingjasmokksinns er í kringum 25 cm sterkur rörlaga vöðvi með rauðleitum og jafnvel smá brúnum lit með hvítum blettum. Eins og aðrir smokkar er smokkurinn með átt arma sem eru svipað langir og eins og hjá öðrum smokkum raðast sogskálarnar á örmunum í fjórar raðir. Einnig hefur smokkurinn tvo lengri arma (tentacles) sem eru töluvert lengri og mjórri en venjulegu armarnir. Við enda lengri armanna myndast litlar kylfur sem hafa 20 raðir af sogskálum. Haus smokksins er yfirleitt örlítið breiðari en búkurinn. Munnurinn er tenntur með sjö röðum af tönnum. Afturendi smokksins er stór þríhyrningslaga uggi.

Lifnaðarhættir[breyta | breyta frumkóða]

Höfðingjasmokkurinn lifir við landgrunnsbrúnina og færist upp og niður meðfram brúninni. Hann finnst á dýpi frá 300 metrum alveg niður á 1000 metra dýpi. Höfðingjasmokkurinn heldur sig við botninn á daginn en færir sig síðan upp frá botninum á næturna. Þetta gerir hann til að sækja fæðu en hann heldur sig við botnin þegar bjart er til að varast rándýr. Þegar tegundin ætlar að fjölga sér sýna karldýrin listir sýnar til að laða að kvendýr. Þegar því er lokið grípur karlinn konuna og setur arm sinn (hectocotylus) inn í kvendýrið og þar á frjóvgun sér stað. Eggin klekjast og út koma lirfur sem lifa í uppsjó og fljóta með straumum hafsins. Bæði karlkyns og kvennkyns Höfðingjasmokkar deyja eftir að fjölgun hefur átt sér stað. Smokkurinn nær einungis fjögura ára aldri, hann verður um 42-45 cm stór og vegur um 2.2 til 2.6 kg.

Veiðar[breyta | breyta frumkóða]

Landaður afli af Höfðingjasmokk

Aðeins ein þjóð er með skráðan afla á gangagrunni FAO. Eina þjóðin sem hefur verið að veiða smokkinn eru Rússar. Þó er ekki ólíklegt að töluvert af smokknum sé landað í Japan en ekki er ólíklegt að fá hann sem meðafla þegar veitt er við landgrunnsbrúnina. Skráður afli nær ekki lengra til baka en til 2004 þegar aðeins 1.132 tonn voru veidd af Rússum. Árið 2007 jókst aflinn mjög mikið en það ár var landaður afli 48.981 tonn. Aflinn jókst síðan jafnt og þétt en hann náði algjörum topp árið 2014 þegar landaður afli var 107.917 tonn. Síðan ári seinna varð hrun í lönduðum afla en þá var einungis landað 43.153 tonn. Þar sem tegundin lifir á stóru svæði og verður kynþroska snemma stendur stofninn vel og ekki er hann í hættu. Veiðar á tegundinni hafa verið frekar stöðugar og talið er að þær séu sjálfbærar, þó er það ekki öruggt þar sem frekari rannsókna er þörf.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Berryteuthis magister“. Sótt 17. mars 2018.
  • „Berryteuthis magister“. Sótt 18. mars 2018.
  • „Berryteuthis magister“. Sótt 18. mars 2018.