Hóll (bær í Svarfaðardal)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hóll í Svarfaðardal
Hóll í Svarfaðardal

Hóll í Svarfaðardal er næsti bær innan við kirkjustaðinn Urðir, um 16 km frá Dalvík. Upp af bænum ber Auðnasýlingu við loft en handan árinnar er hið mikla fjall Stóllinn. Jarðarinnar er fyrst getið í Auðunarmáldaga frá 1318. Þá tilheyrði hún bændakirkjunni á Urðum. Hóll virðist síðan hafa verið Urðakirkjujörð allt til 1918 þegar Sigurhjörtur Jóhannesson afhenti söfnuðinum kirkjuna en seldi jarðir hennar. [1] Hóll er góð bújörð og þar er nú rekið stórt kúabú.

Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]

  1. Stefán Aðalsteinsson 1976. Iðunn, Reykjavík