Hólar í Eyjafirði
Útlit
Hólar í Eyjafirði er torfbær byggður um 1860 og þá úr timbri úr eldri húsum. Hólar liggja framarlega í Eyjafjarðardal skammt norðan undir framhlaupshólum sem þar fylla dalinn.
Hólar er fornt höfuðból og þar hefur löngum verið kirkja. Það bjó Margrét Vigfúsdóttir Hólm á 15. öld en hún flutti þangað eftir lát manns síns Þorvarðar Loftssonar lögmanns á Möðruvöllum. Árið 1704 fannst húskona frá Úlfá látin og var Magnús Benediktsson bóndi á Hólum dæmdur fyrir og sendur á Brimarhólm 1713.