Gunnar M. Magnúss

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gunnar M Magnúss. Myndin er eftir blaðamanninn og listamanninn Ingólf Margeirsson. Birtist í Þjóðviljanum í desember 1978.

Gunnar M. Magnúss (2. desember 1898 – 24. mars 1988) var íslenskur rithöfundur. Hann ólst upp á Flateyri til 10 ára aldurs en bjó eftir það á Suðureyri við Súgandafjörð. Foreldar hans voru Magnús Ísleifsson, formaður og smiður, og Gunnvör Árnadóttir. Gunnar var kvæntur Kristínu Eiríksdóttur sem lést 11. nóvember 1970.

Gunnar brautskráðist með kennarapróf árið 1927 og var við framhaldsnám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn 1936 til ársins 1937. Hann var m.a. kennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík 1930 til 1947. Gunnar sat í stjórn Kennarasambands Íslands 1930 til 1940, í stjórn Rithöfundafélags Íslands 1950 til 1960, bóksali í Reykjavík 1954 til 1961 og formaður Félags leikritahöfunda 1964 til 1970. Gunnar var ritstýrði (ásamt Aðalsteini Sigmundssyni) barnatímaritinu Sunnu sem út kom 1931–32. Hann ritstýrði einnig um tíma Útvarpstíðindum, Íþróttablaðinu og Menntamál. Gunnar sat á Alþingi frá febrúar til maí 1955 fyrir Sósíalistaflokkinn. Gunnar var harður andstæðingur hernámsins. Hann stofnaði strax 1953 samtökin Andspyrnuhreyfing gegn her í landi  Hann var formaður þeirra samtaka. Í kjölfarið fylgdu síðan fleiri samtök með sömu stefnu.

Gunnar ritaði yfir 90 bækur og rit, skáldsögur og fjöldi sagnarita liggja eftir hann.

Helstu bækur[breyta | breyta frumkóða]

 • Virkið í Norðri I-III ( um hernámið ), 1947–1950
 • Þúsund og ein nótt Reykjavíkur (um hersetuna og Reykjavík ), 1957
 • Langspilið ómar, 1958
 • Árin sem aldrei gleymast I-III, 1964–1965
 • Skáldið á Þröm (ævisaga Magnúsar Hj. Magnússonar), 1956
 • Bókin um Sigvalda Kaldalóns 1971
 • Dagar Magnúsar á Grund, 1972
 • Bækur um ýmis efni ritaði Gunnar:
 • Byrðingur (um skipasmíði á Íslandi)
 • Járnsíða (um íslenska járnsmiði), 1954
 • Undir Garðskagavita (héraðssaga), 1963
 • Saga alþýðufræðslurnar, 1932
 • Um menntamál á Íslandi 1944–1946, 1946
 • Jón Skálholtsrektor, 1959
 • Landhelgisbókin, 1959
 • Eiríkur skipherra, 1967
 • Íslenskir afreksmenn, 1968
 • Völva Suðurnesja (Frásögn af dulrænnir reynslu Unu Guðmundsdóttur í Garði ), 1969
 • Ár og dagar ( annáll verkalýðshreyfingarinnar), 1967
 • Það voraði vel 1904, 1970

Skáldsögur[breyta | breyta frumkóða]

 • Börnin í Víðigerði (unglingasaga), 1933
 • Við skulum halda á skaga (unglingasaga), 1934
 • Brennandi skip, 1935
 • Suður heiðar (unglingasaga), 1937
 • Bærinn á ströndinni (unglingasaga), 1937
 • Salt jarðar, 1941
 • Undir bláum seglum (unglingasaga), 1951, Vefaradans, 1962.

Helstu smásögur[breyta | breyta frumkóða]

 • Fiðrildi, 1928
 • Brekkur (barnasögur og ljóð), 1931
 • Hvítra manna land, 1943
 • Reykjavíkurbörn, 1951.

Leikrit[breyta | breyta frumkóða]

 • Þrjú leikrit (Hjá sálusorgarunum, Í upphafi var óskin og Spékoppur í vinstri kinn) 1949
 • Í múrnum, 1964.

Ljóðabækur[breyta | breyta frumkóða]

 • Brekkur (barnaljóð og sögur), 1931
 • Spegilskrift, 1959.

Helstu útvarpsleikrit[breyta | breyta frumkóða]

 • Rósa Fanney (frumflutt í útvarpinu 1948)
 • Alvörukrónan ( ásamt Jónasi Jónassyni, frumflutt í Kópavogi 1960)
 • Herrans hjörð (framhaldsleikrit um ævi Bólu-Hjálmars, frumflutt í útvarpinu 1965)
 • Silkinetið (framhaldsleikrit um vesturfari Íslendinga, frumflutt í útvarpinu 1967)
 • Fjölnismenn (frumflutt í útvarpinu 1969)
 • Landsins lukka ( framhaldsleikrit um ævi Skúla landfógeta, frumflutt í útvarpi 1972)

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]