Guillermo del Toro
Guillermo del Toro | |
---|---|
![]() Del Toro árið 2023. | |
Fæddur | Guillermo del Toro Gómez 9. október 1964 |
Störf |
|
Ár virkur | 1985-í dag |
Maki | Lorenza Newton (g. 1986; sk. 2017) Kim Morgan (g. 2021) |
Börn | 2 |
Undirskrift | |
![]() |
Guillermo del Toro Gómez (f. 9. október 1964) er mexíkóskur kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur og listamaður.
Æska
[breyta | breyta frumkóða]
Guillermo del Toro Gómez[1] fæddist í Guadalajara 9. október 1964, sonur Guadalupe Gómez Camberos og bifreiðafrumkvöðulsins Federico del Toro Torres.[2] Del Toro er af spænskum, írskum og þýskum ættum.[3] Hann ólst upp á kaþólsku heimili og sótti námið Centro de Investigación y Estudios Cinematográficos við Háskólann í Guadalajara.[4]
Um átta ára aldur byrjaði del Toro að gera tilraunir með Super 8 myndavél föður síns og gerði stuttmyndir með leikföngum m.a. úr Apaplánetunni. Ein stuttmynd fjallar um „raðmorðingja-kartöflu“ sem stefnir á heimsyfirráð; hún myrti móður del Toro og bræður hans áður en hún fór út og var kramin af bíl.[5] Del Toro gerði um tíu stuttmyndir fyrir fyrstu myndina sína, þar á meðal eina sem heitir Matilde, en aðeins síðustu tvær, Doña Lupe og Geometria, hafa verið gerðar aðgengilegar.[6] Hann skrifaði fjóra þætti og leikstýrði fimm af költ þáttaröðinni La Hora Marcada, ásamt öðrum mexíkóskum kvikmyndagerðarmönnum eins og Emmanuel Lubezki og Alfonso Cuarón.[7]
Uppáhaldsmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2012 tók del Toro þátt í könnun kvikmyndatímaritsins Sight & Sound, sem gerð er á tíu ára fresti til þess að ákvarða bestu kvikmyndir allra tíma. Þar eru samtímaleikstjórar beðnir um að velja tíu uppáhaldsmyndir sínar. Del Toro valdi:[8]
- 8½ (1963) e. Federico Fellini
- Fríða og dýrið (1946) e. Jean Cocteau
- Frankenstein (1931) e. James Whale
- Freaks (1932) e. Tod Browning
- Góðir gæjar (1990) e. Martin Scorsese
- Græðgi (1924) e. Erich von Stroheim
- Þeir gleymdu (1950) e. Luis Buñuel
- Nútíminn (1936) e. Charlie Chaplin
- Nosferatu (1922) e. F. W. Murnau
- Skuggar fortíðarinnar (1943) e. Alfred Hitchcock
Del Toro uppfærði lista sinn fyrir árið 2022 fyrir nýja útgáfu könnunarinnar:[9]
- 8½ (1963)
- Barry Lyndon (1975) e. Stanley Kubrick
- Bride of Frankenstein (1935) e. James Whale
- Borgarljósin (1931) e. Charlie Chaplin
- Close Encounters of the Third Kind (1977) e. Steven Spielberg
- Góðir gæjar (1990)
- Dýrðardagar Amberson-fjölskyldunnar (1942) e. Orson Welles
- Nazarín (1959) e. Luis Buñuel
- Ekki fyrir gamla menn (2007) e. Coen-bræður
- Skuggar fortíðarinnar (1943)
Kvikmyndaskrá
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Upprunalegur titill | Íslenskur titill |
---|---|---|
1992 | Cronos | |
1997 | Mimic | |
2001 | El espinazo del diablo | Hryggjarliður djöfulsins |
2002 | Blade II | |
2004 | Hellboy | |
2006 | El laberinto del fauno | Völundarhús Pans |
2008 | Hellboy II: The Golden Army | |
2013 | Pacific Rim | |
2015 | Crimson Peak | |
2017 | The Shape of Water | |
2021 | Nightmare Alley | |
2022 | Guillermo del Toro's Pinocchio | |
2025 | Frankenstein |
Sjónvarpsefni
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Upprunalegur titill |
---|---|
2014–2017 | The Strain |
2016–2018 | Trollhunters: Tales of Arcadia |
2018–2019 | 3Below: Tales of Arcadia |
2020 | Wizards: Tales of Arcadia |
2021 | Trollhunters: Rise of the Titans |
2022 | Guillermo del Toro's Cabinet of Curiosities[10] |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Guillermo del Toro cumple 48 años en espera de El Hobbit“. Informador. 8 október 2012. Afrit af uppruna á 2. desember 2013. Sótt 26 nóvember 2013.
- ↑ Betancourt, José Díaz (19. mars 2007). „El laberinto del Toro“ (PDF). La gaceta (spænska). University of Guadalajara. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 25 janúar 2018. Sótt 27 febrúar 2018.
- ↑ „Latino Observatory“. latinoobservatory.org. Sótt 10 janúar 2025.
- ↑ Applebaum, Stephen (16 ágúst 2008). „Like his blue-collar demon hero Hellboy, Guillermo del Toro has a few issues with authority“. The Scotsman. Edinburgh: The Scotsman Publications Ltd. Afrit af uppruna á 31 ágúst 2010. Sótt 17. september 2010.
- ↑ „I am Guillermo del Toro, director, writer, producer. AMA“. Reddit. 11 júlí 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 13 júlí 2014. Sótt 12 júlí 2014.
- ↑ Campbell, Christopher (7 júlí 2013). „Short Starts: Guillermo del Toro's Geometria Has Fun With Irony and Math“. filmschoolrejects. Afrit af upprunalegu geymt þann 10 júlí 2013. Sótt 8 júlí 2013.
- ↑ Vargas, Andrew M. (9. mars 2016). „Sci-Fi TV Series 'La Hora Marcada' Launched the Careers of Mexico's Most Acclaimed Filmmakers“. Remezcla. New York City. Afrit af uppruna á 9. mars 2018. Sótt 9. mars 2018.
- ↑ „Guillermo del Toro“. BFI. Afrit af upprunalegu geymt þann 5 júlí 2022. Sótt 4 júlí 2022.
- ↑ „S&S Directors' Individual Lists“. World of Reel. 19 ágúst 2019. Afrit af upprunalegu geymt þann 23 febrúar 2023. Sótt 23 febrúar 2023.
- ↑ Pedersen, Erik (2. september 2021). „Guillermo Del Toro's Netflix Anthology Series Sets Essie Davis, Luke Roberts, Andrew Lincoln, F. Murray Abraham, Glynn Turman & Others To Star, Gets New Title“. Deadline. Afrit af uppruna á 25 júlí 2022. Sótt 3. september 2021.