Guðrúnartungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mýrdalsjökull og tungurnar.

Guðrúnartungur er aflangur grasháls norðan við Tungnakvísl og sunnan við Teigstungur á Goðalandi.

Gömul þjóðsaga er um tilurð nafnsins Guðrúnartungur: Eitt sinn ráku bændur í Teigstorfu fráfærulömb sín inn á Teigstungur. Einn rekstrarmanna var niðursetningsstúlka að nafni Guðrún, 12 ára og pasturslítil. Mikla þoku lagði á inni í tungunum og tókst svo til að rekstrarmenn týndu Guðrúnu og lítill reki var gerður að leita hennar. Um haustið fannst hún með fráfærulömbunum inni á tungunum sem bera nafn hennar. Var hún sæmilega haldin og hafði dregið lífið fram á rótum, súrum, hvannleggjum og berjum er þau komu til. Félagsskapurinn við lömbin hafði bjargað henni frá að verða að viðundri. [1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Þórður Tómasson, Þórsmörk, Land og Saga, (Reykjavík: Mál og mynd, 1996)
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.