Græni bananakakkalakkinn
Græni bananakakkalakkinn | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Panchlora nivea Linnaeus, 1758 |
Græni bananakakkalakkinn (fræðiheiti: Panchlora nivea) er lítil kakkalakkategund.[1]
Heimkynni
[breyta | breyta frumkóða]Græni bananakakkalakkinn fyrirfinnst á Kúbu og eyjum í Karíbahafi og meðfram Mexíkóflóa frá Flórída til Texas, en hefur þó sést allt að Charleston í Suður-Karólínu við vesturstrendur Atlantshafsins.
Tengundin heldur sig við utandyra og telst því ekki meðal þeirra kakkalakka sem eru meindýr. Fullvaxta dýrin halda sig í runnum, trjám og öðrum jurtum en gyðlurnar fyrirfinnast oft undir drumbum og meðal annars grots. Tegundin laðast að björtum ljósum og er næturdýr.
Líkamsbygging
[breyta | breyta frumkóða]Kvendýrið verður fullvaxta allt að 24 mm langt en karldýrið styttra eða 12-15 mm langt. Tegundin er grænleit með gular línur upp eftir síðunum. Hún er búin vængjum og sterk á flugi og einnig góð í klifri. Gyðlurnar eru brúnar eða svartar og grafa sig í jörð.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Myndir af Græna bananakakkalakkanum undir frjálsu leyfi
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Fyrirmynd greinarinnar var „Green banana cockroach“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. desember 2008.