Fara í innihald

Gráloddur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gráloddur eða grápöddur eru stórkrabbar af ættbálki þanglúsa (Isopoda). Þær hafa tiltölulega lítinn haus með fálmurum, bitmunni og augum og sporöskjulaga liðskiptan bol. Gráloddur hafa sjö pör fóta og anda með eins konar lungum og eru þær með tvö til fimm pör slíkra á milli fóta. Þær eru mjög háðar raka og finnast oft undir steinum eða í þéttum rökum gróðri og jarðvegi. Þær lifa á rotnandi plöntuleifum.

Platyarthrus hoffmannseggii

Fundist hafa sjö tegundir af gráloddum á Íslandi. Þær eru allar áþekkar í útliti. Þær finnast einna helst við jarðhita og í og við gróðurhús. Þær geta líka verið í húsagörðum þar sem gróður er þéttvaxinn og gróskumikill. Ein tegund sölvahrútur, finnst við sjó. Hún er í raun tengiliður þanglúsa í fjöru og grálodda á landi.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.