Gordíonshnúturinn
Útlit

Gordíonshnúturinn er hnútur sem birtist í forngrískri goðsögu um Alexander mikla. Samkvæmt sögunni batt Gordíos, konungur Frýgíumanna, vagn sinn í borginni Gordíon með miklum hnút sem var sagður óleysanlegur. Uppi var spádómur um að sá sem næði að leysa hnútinn myndi ná að leggja undir sig alla Evrópu og Asíu. Alexander mikli ferðaðist til borgarinnar Gordíon árið 333 fyrir krist og hjó hnútinn með sverði sínu.[1]
Af sögunni er dregið orðatiltækið „að höggva á hnútinn“, sem er oft notað um það þegar fólk kemur með óvæntar lausnir á flóknum vandamálum.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Hvað var Gordíons-hnúturinn?“. Vísindavefurinn. Sótt 29. mars 2025.