Google Translate
Útlit
Google Translate er ókeypis vélþýðingaforrit sem var þróað af Google og hægt er að nota til að þýða texta, tal, myndir, vefsíður eða myndskeið af einu tungumáli yfir á annað. Forritið er með vefviðmóti, farsímaforrit fyrir Android og iOS og innbót sem hönnuðir geta notað til að smíða vafraviðbætur og hugbúnaðarforrit.
Google Translate var hleypt af stokkunum í apríl 2006. Þýðingarvélin notaðist við tölfræðiþýðingu út frá stóru þýðingaminni.[1] Árið 2016 var þýðingarvélinni breytt þannig að eftir það notast hún við tauganetsþýðingu með djúpnámi til að þýða heilar setningar í stað orða og setningarhluta áður.[2]
Google Translate styður nær 250 tungumál, þar með talið íslensku, og eru daglegir notendur mörg hundruð milljónir.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Sommerlad, Joe (19 júní 2018). „Google Translate: How does the search giant's multilingual interpreter actually work?“. The Independent. Afrit af uppruna á 2 nóvember 2020. Sótt 28 nóvember 2018.
- ↑ McGuire, Nick; Argondizzo, Peter (26 júlí 2018). „How accurate is Google Translate in 2018?“. ARGO Translation. Afrit af uppruna á 25 janúar 2021. Sótt 29 nóvember 2018.