Glerhallavík
Útlit
Glerhallavík er vík undir hömrum Tindastóls á Reykjaströnd við Skagafjörð, norðan Reykja. Hún er þekkt vegna glerhalla sem voru þar í fjörunni en það eru holufyllingar úr kvarsi sem hafa losnað úr berginu og slípast í brimi í fjörunni. Steinataka í Glerhallavík er bönnuð nema með leyfi landeigenda.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]„Hverrar tegundar eru fallegu hvítu steinarnir sem finnast í Glerhallavík í Skagafirði?“. Vísindavefurinn.