Gjörningaklúbburinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gjörningaklúbburinn: Vatn og blóð 2019

Gjörningaklúbburinn (The Icelandic Love Corporation) er íslenskur myndlistarhópur, stofnaður 1996 af Eirúnu Sigurðardóttur, Jóní Jónsdóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur. Dóra Ísleifsdóttir bættist í hópinn fljótlega eftir stofnun og var meðlimur Gjörningaklúbbsins til 2001 og Sigrún til 2016. Síðan þá hafa Eirún og Jóní haldið áfram starfi Gjörningaklúbbsins.[1]

Gjörningaklúbburinn hefur haldið fjölda einkasýninga í söfnum og galleríum á Íslandi, þ.á.m. Listasafni Íslands,[2] Listasafni Reykjavíkur,[3] i8 gallerí[4] og Hverfisgallerí.[5] Einnig á klúbburinn að baki fjölda einka- og samsýninga um allan heim, m.a. í ARoS í Danmörku,[6] MoMA í New York,[7] Kunsthalle Wien í Austurríki,[8] Schirn Kunsthalle í Frankfurt,[9] samtímalistasafninu Hamburger Bahnhof í Berlín,[10] Amos Anderson-listasafninu í Helsinki[11] og Lilith Performance Studio í Malmö.[12]

Gjörningaklúbburinn hefur átt í samstarfi við listafólk úr ýmsum greinum, m.a. Megas,[13] hljómsveitir á borð við GusGus og Ensemble Adapter[14] og myndlistarmenn eins og Ragnar Kjartansson og Kiyoshi Yamamoto. Árið 2007 gerði Gjörningaklúbburinn búning fyrir plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta.[15]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimasíða Gjörningaklúbbsins.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Reynisson, Rúnar. „Aqua María, Gjörningaklúbburinn“. Neskirkja. Sótt 8. apríl 2020.
 2. „Gjörningaklúbburinn“. Listasafn Íslands. Sótt 8. apríl 2020.
 3. UTD_Vefumsjon (4. nóvember 2014). „Gjörningaklúbburinn“. listasafnreykjavikur.is. Sótt 8. apríl 2020.
 4. „ICELANDIC LOVE CORPORATION | 9 September - 30 October 2004“. i8 Gallery (enska). Sótt 8. apríl 2020.
 5. „The Newest Testament“. hverfisgallerí (bandarísk enska). Sótt 8. apríl 2020.
 6. „ARoS Focus/New Nordic: The Icelandic Love Corporation - Love Conquers All!“. ARoS (danska). Sótt 8. apríl 2020.
 7. „Búningar Bjarkar sýndir á MoMA - Vísir“. visir.is. Sótt 8. apríl 2020.
 8. „The Icelandic Love Corporation“. Pinksummer Contemporary Art (bandarísk enska). 6. september 2016. Sótt 8. apríl 2020.
 9. „Upphefjum valdið og brjótum það niður“. www.mbl.is. Sótt 8. apríl 2020.
 10. „Berlin North“. www.smb.museum. Sótt 8. apríl 2020.
 11. „Visual arts - Icelandic Love Corporation: Tight“. 2010.helsinginjuhlaviikot.fi. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. júlí 2021. Sótt 8. apríl 2020.
 12. „» Lilith 10th Anniversary Celebration: YOU ARE INVITED – Baby Shower for Mary by Icelandic Love Corporation“ (sænska). Sótt 8. apríl 2020.
 13. „Bleikklæddir vírusabanar“. www.mbl.is. Sótt 8. apríl 2020.
 14. „Love Songs“. CYCLE Music and Art Festival (bandarísk enska). Sótt 8. apríl 2020.[óvirkur tengill]
 15. „Gjörningaklúbburinn með opinn fyrirlestur í Listaháskólanum“. sím (bandarísk enska). 29. janúar 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. september 2020. Sótt 8. apríl 2020.