Fara í innihald

Gjörningaklúbburinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gjörningaklúbburinn: Vatn og blóð 2019

Gjörningaklúbburinn (The Icelandic Love Corporation) er íslenskur myndlistarhópur, stofnaður 1996 af Eirúnu Sigurðardóttur, Jóní Jónsdóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur. Dóra Ísleifsdóttir bættist í hópinn fljótlega eftir stofnun og var meðlimur Gjörningaklúbbsins til 2001 og Sigrún til 2016. Síðan þá hafa Eirún og Jóní haldið áfram starfi Gjörningaklúbbsins.[1]

Gjörningaklúbburinn hefur haldið fjölda einkasýninga í söfnum og galleríum á Íslandi, þ.á.m. Listasafni Íslands,[2] Listasafni Reykjavíkur,[3] i8 gallerí[4] og Hverfisgallerí.[5] Einnig á klúbburinn að baki fjölda einka- og samsýninga um allan heim, m.a. í ARoS í Danmörku,[6] MoMA í New York,[7] Kunsthalle Wien í Austurríki,[8] Schirn Kunsthalle í Frankfurt,[9] samtímalistasafninu Hamburger Bahnhof í Berlín,[10] Amos Anderson-listasafninu í Helsinki[11] og Lilith Performance Studio í Malmö.[12]

Gjörningaklúbburinn hefur átt í samstarfi við listafólk úr ýmsum greinum, m.a. Megas,[13] hljómsveitir á borð við GusGus og Ensemble Adapter[14] og myndlistarmenn eins og Ragnar Kjartansson og Kiyoshi Yamamoto. Árið 2007 gerði Gjörningaklúbburinn búning fyrir plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta.[15]

Heimasíða Gjörningaklúbbsins.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Reynisson, Rúnar. „Aqua María, Gjörningaklúbburinn“. Neskirkja. Sótt 8 apríl 2020.
  2. „Gjörningaklúbburinn“. Listasafn Íslands. Sótt 8 apríl 2020.
  3. UTD_Vefumsjon (4 nóvember 2014). „Gjörningaklúbburinn“. listasafnreykjavikur.is. Sótt 8 apríl 2020.
  4. „ICELANDIC LOVE CORPORATION | 9 September - 30 October 2004“. i8 Gallery (enska). Sótt 8 apríl 2020.
  5. „The Newest Testament“. hverfisgallerí (bandarísk enska). Sótt 8 apríl 2020.
  6. „ARoS Focus/New Nordic: The Icelandic Love Corporation - Love Conquers All!“. ARoS (danska). Sótt 8 apríl 2020.
  7. „Búningar Bjarkar sýndir á MoMA - Vísir“. visir.is. Sótt 8 apríl 2020.
  8. „The Icelandic Love Corporation“. Pinksummer Contemporary Art (bandarísk enska). 6. september 2016. Sótt 8 apríl 2020.
  9. „Upphefjum valdið og brjótum það niður“. www.mbl.is. Sótt 8 apríl 2020.
  10. „Berlin North“. www.smb.museum. Sótt 8 apríl 2020.
  11. „Visual arts - Icelandic Love Corporation: Tight“. 2010.helsinginjuhlaviikot.fi. Afrit af upprunalegu geymt þann 11 júlí 2021. Sótt 8 apríl 2020.
  12. „» Lilith 10th Anniversary Celebration: YOU ARE INVITED – Baby Shower for Mary by Icelandic Love Corporation“ (sænska). Sótt 8 apríl 2020.
  13. „Bleikklæddir vírusabanar“. www.mbl.is. Sótt 8 apríl 2020.
  14. „Love Songs“. CYCLE Music and Art Festival (bandarísk enska). Sótt 8 apríl 2020.[óvirkur tengill]
  15. „Gjörningaklúbburinn með opinn fyrirlestur í Listaháskólanum“. sím (bandarísk enska). 29 janúar 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. september 2020. Sótt 8 apríl 2020.