Gjóla ehf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gjóla ehf er kvikmynda og leikhús framleiðslufyrirtæki stofnað af Ásdísi Thoroddsen, Önnu Th. Rögnvaldsdóttir og Ernst Martin Schlüter. Nú er það rekið af Ásdísi Thoroddsen og Önnu Th. Rögnvaldsdóttur.

Leikhús og útvarpsleikhús.[breyta | breyta frumkóða]

Ástand [1](2011) er útvarpsleikrit í tveimur þáttum. Höfundur og leikstjóri: Ásdís Thoroddsen. Framleitt af Gjólu ehf í samvinnu við Útvarpsleikhúsið. Styrkt af Menningarsjóði útvarpsstöðva og Hlaðvarpanum. Ástand var tilnefnt til EDDU 2012 í flokki útvarpsleikrita og tilnefnt til PRIX EUROPA 2012, ljósvakaverðlauna Evrópu.

Ódó á gjaldbuxum [2](2010) er einleikur saminn og sviðsettur af Ásdísi Thoroddsen. Ódó lék Þórey Sigþórsdóttir. Uppsetningin var í Hafnarfjarðarleikhúsi, framleidd af Gjólu ehf í samvinnu við Hafnarfjarðarleikhús. Endursýningar í Tjarnarbíói haustið 2010.

Kvikmyndir..[breyta | breyta frumkóða]

Gósenlandið - íslensk matarhefð og matarsaga[3] (2019). Heimildamynd. Höfundur og leikstjóri: Ásdís Thoroddsen. 97 mínútur. Dreifing: Bíó og RÚV-Sjónvarp.

Skjól og skart - handverk og saga íslensku búninganna[4] (2017). Heimildamynd. Höfundur og leikstjóri: Ásdís Thoroddsen. 75 mínútur. Dreifing: Bíó og RÚV-Sjónvarp.

[5]Súðbyrðingur - saga báts [6](2010). Heimildamynd. Höfundur og leikstjóri: Ásdís Thoroddsen. HD, 57 min. Myndinni var dreift í bíó á Íslandi og seld til þriggja sjónvarpsstöðva. Árið 2011 var framleiddir DVD-diskar af myndinni og settir í dreifingu.

Björg - leiðarvísir í bátasmíði [7](2010). Kennslumynd gerð af Ásdísi Thoroddsen. HD, 4 klst. 12 mín. Árið 2011 voru framleiddir DVD-diskar og þeim dreift.

Á þjóðvegi 48 (2006). Höfundur og leikstjóri: Ásdís Thoroddsen. DV, 1 mín.

Heimsljós (2003). Höfundur og leikstjóri: Ásdís Thoroddsen. DV, 5 mín. Leikið. Framleitt af Gjólu ehf fyrir Túndru Film ehf.

Draumadísir [8](1995). Leikin kvikmynd, 35 mm, leikin, 90 min. Höfundur og leikstjóri: Ásdís Thoroddsen. Framleiðsla: Gjóla ehf, Íslenska kvikmyndasamsteypan, Ma.ja.de.-Filmproduktion, ZDF/ARTE. Bíódreifing á Íslandi. Seld í tvær sjónvarpsstöðvar.

Ingaló [9](1992). Höfundur og leikstjóri, Ásdís Thoroddsen. 35 mm, leikin, 100 min. Framleidd af Gjólu ehf, Transfilm GmbH og Filminor Oy. Ingaló var sýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi, Þýskalandi og Finnlandi. Seld til 8 sjónvarpsstöðva. Ingaló var sýnd í CANNES 1992: Semaine de la critique. Norrænu kvikmyndahátíðinni í RÚÐUBORG 1993: Sólveig Arnarsdóttir valin Besta leikkonan fyrir hlutverk Ingulóar og myndin hlaut aðalverðlaunin. FILMARE SAN REMO 1993: Besta leikkonan. TROIA 1993: OCIC verðlaunin - Besta myndin. TROIA 1993: Besta handritið og Besta leikkonan. Ingaló var sýnd í NEW FILMS/NEW DIRECTORS í MOMA, NEW YORK 1993. Árið 2007 var gerð DVD af Inguló og DCP árið 2012. Sýnd í Lincoln Center NEW YORK 2012. Myndin sett á kvikmyndaveitur á Íslandi og erlendis.

  1. „Gjóla Films: The Situation / Ástand“. gjola.is (enska). Sótt 21. júlí 2021.
  2. „Gjóla Films / Ódó á gjaldbuxum“. gjola.is (enska). Sótt 21. júlí 2021.
  3. „The Bountiful Land | GÓSENLANDIГ. gjola.is (enska). Sótt 21. júlí 2021.
  4. „Form and Function | Skjól og skart“. gjola.is (enska). Sótt 21. júlí 2021.
  5. „Gjóla Films /Súðbyrðingur - saga báts | On Northern Waters 2007“. gjola.is (enska). Sótt 21. júlí 2021.
  6. „Gjóla Films /Súðbyrðingur - saga báts | On Northern Waters 2007“. gjola.is (enska). Sótt 21. júlí 2021.
  7. „Gjóla Films /Björg 2007“. gjola.is (enska). Sótt 21. júlí 2021.
  8. „Gjóla Films / Draumadísir | Dream Hunters 1996“. gjola.is (enska). Sótt 21. júlí 2021.
  9. „Gjóla Films / Ingaló 1992“. gjola.is (enska). Sótt 21. júlí 2021.