Giraldus Cambrensis
Giraldus Cambrensis eða Gerald of Wales eða Gerald de Barri var (um 1146 - 1223) var klerkur á miðöldum og annálaskrifari. Hann varð konunglegur klerkur Hindriks 2. Englandskonungs og fylgdi árið 1185 syni konungs á fyrstu ferð hans til Írlands. Gerald de Barri skrifaði lýsingu á Írlandsferðinni í bókinni Topographia Hibernica og var hún fyrst gefið út 1188. Hann skrifaði einnig aðra sögu Expugnatio Hibernica af því hvernig Hindrik konungur lagði undir sig Írland. Gerald de Barri skrifaði ritin Itinerarium Kambriae og Descriptio Kambriae um Wales.
Hann segir svo frá Íslandi í bókinni Topographia Hibernica: „Hislandia (Ísland) er stærst eyja í Norðurhöfum og liggur þriggja daga siglingu norður frá Írlandi; þar býr fámál og sannorð þjóð. Hún talar sjaldan og stutt, því hún kann ekki að Ijúga, enda fyrirlítur hún ekkert meira en lygar. Hjá þessari þjóð er sami maðurinn konungur og prestur, foringi (forsprakki) og prófastur (pontifex), því biskupinn hefir völdin bæði í stjórnarmálum og trúarmálum. Þar sjást sjaldan eða aldrei þjóta eldingar og sjaldan eða aldrei slær þeim niður. Það er líka mjög sjaldgæft, að þrumur skjóti mönnum skelk i bringu. En þeir hafa aftur annan djöful að draga, sem er miklu verri viðfangs. Á hverju ári eða annað hvort ár kemur upp eldur einhvers staðar á eynni, og æðir hann áfram eins og logi í sinu, líkt og fellibylur og brennir það upp til agna (funditus), sem verður á vegi hans. En hvort orsök (upptök) þessa elds komi að ofan eða neðan, það er óvíst. Á þessu landi eru stórir fálkar og haukar, og eru þeir fluttir út."[1]
Listi yfir ritverk
[breyta | breyta frumkóða]- Topographia Hibernica ("Topography of Ireland", 1187)[2]
- Expugnatio Hibernica ("Conquest of Ireland", 1189)[3]
- Itinerarium Cambriae ("Journey through Wales", 1191)
- Liber de Principis instructione c. 1193
- Descriptio Cambriae ("Description of Wales", 1194)
- De instructione principis ("Education of a prince")
- De rebus a se gestis ("Autobiography")
- De iure et statu Menevensis ecclesiae ("Rights and privileges of the Church of St David's")
- Gemma ecclesiastica ("Jewel of the church")
- Speculum ecclesiae ("Mirror of the church")
- Symbolum electorum
- Invectiones
- Retractationes
- Speculum duorum
- Life of St Hugh of Lincoln
- Life of Geoffrey, Archbishop of York
- Life of Æthelberht II of East Anglia
- Life of St Remigius
- Life of St David
- Týnd verk
- Vita sancti Karadoci ("Life of Saint Caradoc")
- De fidei fructu fideique defectu
- Totius Kambriae mappa ("Map of all Wales", c. 1205)
- Ritverk á Netinu
- The Historical Works of Giraldus Cambrensis, containing The Topography of Ireland, and the History of the Conquest of Ireland, translated by Thomas Forester, and The Itinerary through Wales, and the Description of Wales, þýrr AF Sir Richard Hoare 1905
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Þorvaldur Thoroddsen,Landafræðisaga Íslands
- ↑ Wright, T. The Historical works of Giraldus Cambrensis (1913) London p. viii
- ↑ Wright, T. The Historical works of Giraldus Cambrensis (1913) London p.ix
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Fjögur verk Giraldus Cambrensis í Internet Archive
- Verk eftir Giraldus Cambrensis hjá Project Gutenberg
- Latin Chroniclers from the Eleventh to the Thirteenth Centuries: Giraldus Cambrensis
- Gerald of Wales at castlewales.com
- Full text of Gerald of Wales's The Description of Wales on A Vision of Britain through Time, with links to the places named.
- Full text of Gerald of Wales's The Itinerary of Archbishop Baldwin through Wales on A Vision of Britain through Time, with links to the places named.
- Giraldus Cambrensis, The Itinerary and Description of Wales, Everyman's Library, Edited by Ernest Rhys, with an Introduction by W. Llewelyn Williams, January 1908