Giljaskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Giljaskóli er staðsettur við Kiðagil í Giljahverfi vestan Glerár á Akureyri. Hann er einn 10 grunnskóla bæjarins.

Giljaskóli er grunnskóli, staðsettur í Giljahverfi á Akureyri. Þar voru 422 nemendur árið 2021. Skólinn var stofnaður 1995 en fullbyggður 2002.

Stærð[breyta | breyta frumkóða]

Í Giljaskóla voru árið 2021 voru 422 nemendur í 1.—10. bekk við skólann. Það ár voru 66.7 stöðugildi starfsmanna við skólann, þar af um 37.7 kennarastöðugildi .[1] [2]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Giljaskóli hóf starfsemi í húsnæði leikskólans Kiðagils haustið 1995 með þrjár kennslustofur. Starfsmannarými var í fyrstu sameiginlegt leikskólanum. Á öðru ári var bætt við lausri kennslustofu. Að auki var sumarbústaður nýttur fyrir skrifstofu skólastjórnenda og sem sérkennslu­rými.[3] [4] [5]

Árið 1998 var flutt inn nýja skólabyggingu, þriggja hæða kennslustofuálmu, stjórnunarrými og skólavistun. Síðar var bætt við sérgreinastofum. Fullbyggður árið 2002 var skólinn um 4.719 fermetrar auk íþróttahúss. Heildarflatamál lóðar er 16.493 fermetrar.[6] [7]

Staðsetning[breyta | breyta frumkóða]

Giljaskóli er staðsettur við Kiðagil í Giljahverfi vestan Glerár á Akureyri. Í sveitarfélaginu eru grunnskólarnir ekki hverfaskiptir nema að því leyti að hvert barn á rétt til skólagöngu í sínum hverfisskóla.[8] [9] [10]

Stjórnun[breyta | breyta frumkóða]

Skólastjóri Giljaskóla (2023) er Elías Gunnar Þorbjörnsson. Deildarstjórar eru þær Aðalheiður Skúladóttir og Thelma Baldursdóttir. Arna Tryggvadóttir er deildarstjóri sérdeildar.[11] [12]

Í ytra mati Menntamálastofnunar sem framkvæmt var árið 2019 þykja lýðræðisleg vinnubrögð einkenna samstarfið í skólanum. Innra mat er álitið mikilvægt og sjálfsagður hluti af skólastarfinu. Margþætt þróunarstarf fer fram í Giljaskóla og hefur skólinn sérstakt upplýsingatækniteymi.[13]

Nám og kennsla[breyta | breyta frumkóða]

Giljaskóli er einsetinn skóli sem býður nám í 1.—10. bekk. Menntastefnan byggir á aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 2011 sem reist er á sex grunnþáttum menntunar sem eru leiðarljós við námskrárgerðina: Læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.[14]

Í skólastarfinu er lögð áhersla á að efla almenna námshæfni í gegnum þverfagleg og skapandi verkefnum sem byggja á gagnrýninni hugsun. Virkjuð er áhugahvöt nemenda, stuðlað að auknu sjálfstæði þeirra í námi og trú á eigin getu. Sterk áhersla er á samvinnu nemenda. Skólastarfið byggir á teymiskennslu sem felur í sér sameiginlega ábyrgð tveggja eða fleiri kennara á námi, líðan nemenda og samstarfi við nemendur og foreldra þeirra.[15]

Á vef Giljaskóla er birt lýsing á lykilhæfniþáttum eftir stigum (unglingastig, miðstig og yngsta stigið). Er þar lýst kröfum á borð við ábyrgð, þrautseigju, frumkvæði og áræðni.[13]

Skólabragur og hefðir[breyta | breyta frumkóða]

Skólinn hefur með einkunnarorðum og gildum mótað heildstæða stefnu um jákvæðan skólabrag. Skólabragurinn einkennist af samvinnu og ábyrgð allra í skólasamfélaginu.[16] Í Skólanámskrá Giljaskóli segir:

„Sýn Giljaskóla tekur mið af því hvað kemur einstaklingi best að tileinka sér til að ná góðum árangri í lífinu. Metnaður, víðsýni og ábyrgð eru undirstaða góðs námsárangurs en virðing, lífsgleði og kærleikur höfða til félags- og tilfinningaþroska sem er nauðsynlegur fyrir farsæl samskipti í leik og starfi. Þessi sex lífsgildi eru notuð við ýmis tækifæri og unnið út frá þeim í daglegu starfi.“[16]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Rekstur leik- og grunnskóla“. Samband íslenskra sveitarfélaga. Sótt 8. ágúst 2023.
  2. Giljaskóli. „Um skólann“. Giljaskóli. Sótt 8. ágúst 2023.
  3. Giljaskóli. „Um skólann“. Giljaskóli. Sótt 8. ágúst 2023.
  4. „Morgunblaðið - 182. tölublað (14.08.1996) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 8. ágúst 2023.
  5. „Fréttablaðið - 1. tölublað (02.01.2006) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 8. ágúst 2023.
  6. Giljaskóli. „Um skólann“. Giljaskóli. Sótt 8. ágúst 2023.
  7. „AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 1. tölublað (01.04.2001) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 8. ágúst 2023.
  8. Akureyrarkaupstaður. „Skólaval“. Akureyrarbær. Sótt 8. ágúst 2023.
  9. Skóladeild Akureyrarbæjar (2007). „SKÓLAVAL 2007- Bæklingur um skólaval“ (PDF). Skóladeild Akureyrarbæjar. Sótt 8. ágúst 2023.
  10. Akureyrarbær (2023). „Skólasvæða Akureyri - Kort er sýnir 1.5 km radíus frá skólum bæjarins“ (PDF). Akureyrarbær. Sótt 8. ágúst 2023.
  11. Giljaskóli. „Um skólann“. Giljaskóli. Sótt 8. ágúst 2023.
  12. Giljaskóli. „Starfsmenn“. Giljaskóli. Sótt 8. ágúst 2023.
  13. 13,0 13,1 Svanfríður Jónasdóttir og Þórdís Hauksdóttir (2019). „Menntamálastofnun: Ytra mat grunnskóla: Giljaskóli Akureyri haustönn 2019“ (PDF). Ytra mat unnið á vegum Menntamálastofnunar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og Akureyrarkaupstað. Sótt 8. ágúst 2023.
  14. Giljaskóli. „Nám og kennsla“. Giljaskóli. Sótt 8. ágúst 2023.
  15. Giljaskóli. „Nám og kennsla“. Giljaskóli. Sótt 8. ágúst 2023.
  16. 16,0 16,1 Giljaskóli (2019). „Giljaskóli - Skólanámskrá 2019“ (PDF). Giljaskóli. Sótt 8. ágúst 2023.