Gifs
Útlit

Gifs eða gips er súlfatsteind úr tvívetniskalksúlfati með efnaformúluna CaSO4·2H2O. Það er unnið víða úr gifsnámum og notað í áburð og ýmis byggingarefni eins og múrhúð, gifsklæðningar, og krít.[1][2][3][4] Gifs myndar glæra kristalla sem heita selenít. Gifs hefur hörkuna 2 á Mohs-kvarða.
Fínkorna hvít eða lituð afbrigði af gifsi sem nefnast alabastur hafa verið notuð í þúsundir ára til að gera litlar lágmyndir og skúlptúra.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Institute, Canadian Conservation (14. september 2017). „Care of Objects Made of Plaster of Paris – Canadian Conservation Institute (CCI) Notes 12/2“. www.canada.ca. Sótt 20 janúar 2023.
- ↑ Make your own sidewalk chalk. (1998, July 21). Christian Science Monitor. 13.
- ↑ „Plaster | Definition, Uses, Types, & Facts“. Britannica (enska). Sótt 20 janúar 2023.
- ↑ „drywall — definition“. Merriam-Webster (enska). Sótt 20 janúar 2023.