Gemini-geimferðaáætlunin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Gemini-geimferðaáætlunin var önnur mannaða geimferðaáætlun Geimferðastofnunar Bandaríkjanna. Tekin var ákvörðun um gerð verkefnisins þann 7. desember 1961[1] en tilkynnt var um það opinberlega þann 3. janúar 1962. Verkefnið stóð svo yfir til 1966[2] og samanstóð af tíu mönnuðum geimferðum auk tveggja ómannaðra.[3] Markmið verkefnisins voru þrenn:

  • Að framkvæma tveggja vikna dvöl í geimnum.
  • Að tengja saman geimför á sporbaug og stýra tengdum geimförunum.
  • Að fullkomna innkomu í lofthjúp jarðarinnar og lendingu á landi.[4]

Nafn verkefnisins Gemini vísar til stjörnumerkisins Tvíburanna. Þar er vísað til geimfaranna tveggja sem mönnuðu hverja ferð og stjarnanna Kastor og Pollux sem mynda Tvíburana.[1]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Project Gemini Geymt 2010-07-26 í Wayback Machine U.S. Centennial of Flight Commission (enska)
  2. NASA Exploration and Innovation Lead to New Discoveries Geymt 2011-07-06 í Wayback Machine NASA (enska)
  3. Project Gemini NASA (enska)
  4. Project Gemini (enska) skoðað 30. maí 2011
  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.