Geirfuglsmálið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geirfuglsmálið var landssöfnun sem fór fram snemma árs 1971 til að safna fyrir kaupum á uppstoppuðum geirfugli, sem boðinn yrði upp hjá Sotheby's uppboðsfyrirtækinu í London. Valdimar Jóhannesson, þá blaðamaður og síðar lögmaður, var forgöngumaður söfnunarinnar. Um tvær milljónir króna söfnuðust. Fuglinn var boðinn upp rétt fyrir kl. 13, fimmtudaginn 4. mars 1971, og féll hann Íslendingum í skaut fyrir 9.000 sterlingspund eftir snarpa sennu við fulltrúa DuPont ættarinnar. Þetta var gríðarlegt verð fyrir slíkan grip, líklega heimsmet á þeim tíma. Fyrri eigandi fuglsins var Raben-Levetzau barón.

Náttúrugripasafn Íslands fékk geirfuglinn til varðveislu og er hann þar til sýnis, sá eini á landinu.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]