Garðagullregn
Útlit
Garðagullregn (fræðiheiti: Laburnum ×watereri ‘Vossii') er blendingstegund af gullregni sem er allt að tíu metra hár harðgerður runni sem blómgast stórum, gulum blómklösum á sumrin. Garðagullregn þarf kalkríkan og hæfilega rakan jarðveg. Garðagullregn er blendingsgullregn milli hinna tveggja tegunda gullregns með langa blómklasa eins og fjallagullregn og þétt blómskrúð eins og strandagullregn.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Garðagullregn.