Fara í innihald

Galmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Galmi eða Galmur var landnámsmaður í Eyjafirði og nam land á Galmaströnd (Galmarströnd eða Galmannsströnd) við vestanverðan fjörðinn, á milli Þorvaldsdalsár og Reistarár, og er ströndin kennd við hann að því er segir í Landnámabók. Raunar eru til aðrar skýringar á örnefninu og það er til víðar á landinu. Galmi hefur þó ekki numið alla ströndina því að hluta hennar nam Örn, frændi Hámundar heljarskinns.

Sonur Galma hét að sögn Landnámu Þorvaldur og bjó fyrst í Þorvaldsdal.

  • „Landnámabók. Af snerpu.is“.