Fara í innihald

G77

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þriðji leiðtogafundur G77 og Kína í Úganda 2024.

G77 er hópur aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna sem flokkast sem þróunarlönd. Markmið hópsins eru að kynna efnahagsmarkmið þessara landa og bæta samningsstöðu þeirra með samstarfi ríkja frá hnattræna suðrinu.[1] Stofnríki G77 þann 15. júní 1964 voru 77 talsins, en síðan þá hefur hópurinn stækkað og telur nú 134 ríki.[2]

Hópurinn var stofnaður af 77 hlutlausum ríkjum í tengslum við Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun.[3] Fyrsti fundur ríkjanna var í Alsír 1967 þar sem „Alsírsáttmálinn“ var samþykktur. G77 er með starfshópa í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og helstu stofnunum þeirra. Einn af þessum starfshópum er G24 stofnaður árið 1971 til að samræma stefnu þróunarlanda í efnahagsmálum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Lees, Nicholas (2023). „The endurance of the G77 in international relations: South–South ideology and voting at the United Nations 1970–2015“. Japanese Journal of Political Science (enska). 24 (3): 310–330. doi:10.1017/S1468109923000105. ISSN 1468-1099.
  2. Shinn, David H.; Eisenman, Joshua (2023). China's Relations with Africa: a New Era of Strategic Engagement. New York: Columbia University Press. ISBN 978-0-231-21001-0.
  3. „About the Group of 77“. G77. Afrit af uppruna á 20 janúar 2024.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.