Götuhjól

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lance Armstrong á götuhjóli

Götuhjól er reiðhjól sem er hannað til að hjóla á sléttu undirlagi, einkum malbiki. Það sem helst einkennir götuhjól er þyngd þess og stífleiki sem hafa áhrif á það hversu vel átakið á fótstigin nýtist hjólunum. Götuhjól er oftast með hrútastýri og hnakkinn staðsettan ofan við stýrið þannig að hjólreiðamaðurinn geti beygt sig niður til að minnka loftmótstöðuna, stutt bil milli hjólanna til að auka viðbragð í beygjum og hlutfallslega lítinn mismun á milli gíra til að hjólreiðamaðurinn geti stigið hjólið sem jafnast miðað við aðstæður. Stell götuhjóla eru stíf og grönn með mjó dekk til að minnka viðnám, stöngin er oftast alveg lárétt og stöngin, sláin og sætisstöngin mynda þríhyrning.

Til eru fjölmörg afbrigði af götuhjólum eins og langferðahjól (touring og endurance bike) með lengra bil á milli hjólanna, malarhjól með breiðari dekk fyrir notkun á malarvegum og utan vega og götuhjól með straumlínulögun (aerobike).