Götugögn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Götugögn í Bretlandi

Götugögn eru ýmis búnaður sem settur er upp við götur, svo sem bekkir, vegrið, pollar, póstkassar, símaklefar, götuskilti, ljósastaurar, umferðarljós, brunahanar, biðskýli, almenningssalerni, vatnspóstar, minnisvarðar, höggmyndir og ruslafötur. Hönnun og staðsetning götugagna tekur mið af fagurfræði og hönnun almannarýmisins, nytsemi og öryggi vegfarenda.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.