Göngustaðakot

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Göngustaðakot er bær í Svarfaðardal, 18-19 km frá Dalvík milli bæjanna Göngustaða og Klaufabrekkna. Ofan bæjar gnæfir Gimbrarhnjúkur (1181 m) en utan túns rennur Lambá úr Klaufabrekknadal til Svarfaðardalsár. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín 1712 segir að Göngustaðakot hafi byggst út úr landi Göngustaða árið 1632 og nefndist fyrst Nýibær. Kotið var eign Urðakirkju til að byrja með en komst fljótlega í bændaeign og hélst þannig æ síðan. [1] Lengst af var rekinn blandaður búskapur í Göngustaðakoti en í dag er þar lítið sauðfjárbú.

  1. Stefán Aðalsteinsson (1976). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík. bls. 127.