Gásar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Gásar er fyrrverandi verslunarstaður við Hörgárósa og stendur við Eyjafjörð, 11 km norðan við Akureyri. Á Gásum var Gásakaupstaður, sem var veigamesti kaupstaður á Norðurlandi á miðöldum. Hann var það sem nefnist sumarverslunarstaður og var við lýði allt frá 12. öld og jafnvel allt að því að verslun hófst á Akureyri á 16. öld. Þar hafa meðal annars verið grafnar upp leifar af niðurgröfnum búðum og rústir stórrar trékirkju frá 14. öld.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.