Fyrsta enska borgarastríðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Orrustan á Marstonheiði 1644.

Fyrsta enska borgarastríðið (1642 – 1646) var fyrsti hluti þeirra átaka sem eru þekkt sem Enska borgarastyrjöldin. Stríðið hófst með því að Karl 1. Englandskonungur dró konungsfána sinn að húni í Nottingham 22. ágúst 1942. Þá um sumarið höfðu verið átök milli konungssinna (kavalera) og þingsinna (hnatthöfða) og báðir reyndu að tryggja sér vopnabúr og hernaðarlega mikilvæga staði. Þann 10. júní höfðu þingsinnar hertekið Kingston-upon-Hull þar sem var stórt vopnabúr frá Biskupastríðunum. Konungur hélt með her sinn í suðvestur og tveimur vikum síðar hélt þingherinn frá London í norðurátt. Fyrsta stórorrusta stríðsins var orrustan um Edgehill 23. október 1642 þar sem báðir aðilar lýstu yfir sigri. Karl hörfaði síðar til Oxford sem varð höfuðstöðvar konungssinna til stríðsloka. Stríðsgæfan snerist þinghernum í vil sumarið 1643. Þingið náði Norður-Englandi á sitt vald með aðstoð Skota sumarið 1644 og í tveimur orrustum sumarið 1645 tókst þinghernum að útrýma konungshernum. Eftir það héldu konungssinnar aðeins út í nokkrum víggirtum borgum. Karl gafst á endanum upp fyrir skoskum her í Southwell í maí 1646 og þeir afhentu hann þinginu. Við það lauk borgarastríðinu.

Margir konungssinnar fengu grið með því skilyrði að þeir tækju ekki aftur upp vopn gegn þinginu. Þegar Annað enska borgarastríðið braust út tveimur árum síðar neituðu margir þeirra að ganga á bak orða sinna og taka þátt í stríðinu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.